KONFEKTKÚLUR

Þessar hafa notið mikilla vinsælda hjá fjölskyldunni í nokkur ár. Deigið má nota annað hvort í kókoskúlur eða fletja það út í mót og gera hráköku úr því. Ég ríf oftast epli ofan á kökuna, set svo granateplakjarna þar yfir og bræði 85% súkkulaði, sætt með smá stevíu ef með þarf og set súkkulaðitauma yfir allt saman.

En byrjum á innihaldsefnunum, hvort sem það eru kúlur eða kaka:

  • 2/3 bollar valhnetukjarnar – frá Horizon
  • 2/3 bollar pecan-hnetukjarnar – frá Horizon
  • 1/2 bolli hreint kakó – t.d. frá Naturata
  • 2 msk kakónibbur frá Himneskri hollustu
  • 1 bolli döðlur, skornar í tvennt og lagðar í bleyti í heitt vatn í 15-20 mínútur
  • 3/4 tsk himalajasalt
  • 2 1/2 tsk vanilludropar
  • 2 kúfaðar tsk af kókosolíu frá Himneskri hollustu
  • 10-15 dropar Better Stevia frá NOW – meira eða minna eftir smekk

Svona er deigið gert:

  1. Malið hnetukjarnana í smáum skömmtum og setjið í skál.
  2. Bætið kakói, kakónibbum og salti saman við.
  3. Setjið kókosolíu, vanilludropa og stevíu í skál og blandið létt saman.
  4. Sigtið vatnið af döðlunum og maukið þær í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
  5. Bætið döðlunum og kókosolíublöndunni út í þurrefnin. Mín aðferð er að setja upp einnot hanska og hnoða allt vel saman.
  6. Búið til litlar kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjöli.
  7. Raðið þeim í box sem þolir frost með bökunarpappír á milli raðanna. Setjið í frysti og látið kúlurnar frjósa í gegn.

Þegar kúlurnar eru frosnar er gott að deila þeim niður í plastpoka með rennilás. Þá er svo auðvelt að ná sér í eina eða fleiri þegar löngun í sætindi hellist yfir.

Ef gerður er kökubotn er best að þrýsta honum út í smelluform. Hafið bökunarpappír undir kökunni, svo auðvelt sé að losa hana úr forminu þegar hún er frosin. Þá er hægt að setja hana í plastpoka, svo hún taki minna pláss í frystinum.

Setjið hana frosna á disk og skreytið. Það tekur bara um hálftíma fyrir hana að þiðna þannig að auðvelt sé að skera hana. Þeir sem eru með mjólkuróþol geta borið hana fram með soja- eða kókosrjóma frá SoyaToo.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram