KJÚKLINGUR Í KÓKÓSMJÓLK OG SÍTRÓNUOLÍU

Uppskrift dagins kemur frá Björgu Helen Andrésdóttur, sem er snillingur í að
útbúa einfalda, bragðgóða og fljótlega rétti.

KJÚKLINGUR Í KÓKOSMJÓLK OG SÍTRÓNUOLÍU

Þessi réttur lætur ekki mikið yfir sér en hann er góður og þess virði að prófa. Ég bjó hann til þegar ég var á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá Guðrúnu í vetur, daginn sem mig vantaði og langði svo í eitthvað djúsí og gott að borða.

Ég deildi honum síðan með þeim sem voru með mér á námskeiðinu og fékk ma.þessi ummæli um hann frá tveimur í hópnum:

  • Ég prufaði þennan rétt í gær og hann var eins og himnasending í líf mitt! Enda komin með grútleið á matnum sem ég hef verið að elda, þannig takk fyrir að gera þetta spennandi og gott aftur!
  • Ég prufaði líka réttinn frá þér í vikunni og var hann æði. Ætla að hafa hann aftur í kvöld fyrir fólkið mitt.

Treysti því að hann höfði til ykkar líka. Njótið vel!

INNIHALDSEFNI:

  • Kjúklingaupplæri á beini með skinni (best í þennan rétt)
  • Himalayasalt
  • Svartur pipar
  • 1-2 msk Eðal kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
  • 1-2 msk Ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
  • 1 dós kókosmjólk (t.d. Anglamark lífræn 400ml fæst í Nettó)
  • Sítrónuolía frá Olitalia ca ½ dl (eða búa til sína eigin, olía og sítrónusafi)

AÐFERÐ:

1- Setjið kjúklinginn í eldfast mót og hafið bil á milli stykkjanna. Kryddið bitana báðu megin með salti, pipar og vel af kjúklingakryddinu og látið skinnið snúa upp.

2- Setjið mótið inn í 180°-190° C heitan ofninn í ca 25-30 mínútur eða þangað til skinnið er orðið stökkt þegar þú „bankar“ aðeins í það.

3 – Takið eldfasta mótið úr ofninum og setjið kókosmjólkina á milli bitanna þannig að skinnið haldist stökkt, ekki yfir bitana.

4 – Stráið síðan yfir kókosmjólkina vel af Ítölsku kryddblöndunni og hrærið aðeins í þannig að kryddið blandist við. Hellið sítrónuolíu yfir kóskosmjólkina og setjið fatið aftur inn í ofn í ca 15 mínútur. Mæli með Olitalia sítrónuolíunni.

MEÐLÆTI:

Það er hægt að borða þennan rétt með því sem hver og einn vill.
Í þetta skiptið setti ég inn í álpappír nokkra rauðlauka sem ég
skar til helminga, setti smá olíu yfir og salt og lokaði vel fyrir.
Þeir fóru inn í ofninn í ca 30 mín.
Laukurinn verður svo sætur og góður þegar hann er eldaður svona.
Kínóa finnst mér alltaf gott með og sósan blandast svo vel í það.
Ferskt salat á alltaf vel við nú eða rósakál.

Uppskrift og myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram