KÍSILL DREGUR ÚR HRUKKUM OG STYRKIR HÁRIÐ

Fáum hefði víst dottið í hug fyrir nokkrum árum að hægt væri að nota kísil til inntöku til að styrkja bandvef líkamans, draga úr hrukkum og laga húðskemmdir, en sú er raunin í dag. Þetta er ekki síður spennandi en saga innflytjandans frá Palestínu sem fékk hugmynd að þessari vöru.

HVAÐ GERIR KÍSILL FYRIR LÍKAMANN?

Ýmsar rannsóknir sýna að kísilsteinefni stuðla að skilvirkari myndun kollagens í líkamanum. Þannig getur Renew kísilblandan frá GeoSilica styrkt húðina og gert hana stinnari. Renew getur einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af völdum of mikils sólarljóss.

Sink og kopar eru mikilvæg steinefni sem geta, þegar þeim er blandað saman við kísil eins og í Renew, stuðlað að styrkingu nagla og hárs, auk þess að draga úr hárlosi og klofnum hárendum. Renew blandan er sérstaklega þróuð til að styrkja húð, hár og neglur og geta áhrif hennar skilað sér í minnkuðu hárlosi, sterkari nöglum, aukinni kollagen framleiðslu og auknum teygjanleika í hári svo einhver dæmi séu nefnd.

Kísillinn í Renew er 100% náttúrulegur jarðhitakísill sem er framleiddur á Íslandi úr skiljuvatni Hellisheiðavirkjunar. Varan inniheldur engin aukaefni önnur en viðbættu steinefnin sink og kopar sem eru GMPH vottuð (Good Manufacturing Practise). Að auki er svo varan sjálf Vegan vottuð.

ÞUNNT EÐA ÞYKKT HÁR

Sink hefur áhrif á myndun keratins, nýmyndun kollagens og tengist næstum öllum efnahvörfum líkamans. Það hefur meðal annars áhrif á hárvöxt og spilar einnig mikilvægan þátt í hringrás hársekkja. Sinkskortur getur valdið því að hárið verði þunnt, hvítt og stökkt og að fölar yfirborðshúðfrumur verði sjáanlegar.

Koparskortur getur haft áhrif á styrk og teygjanleika hárs, vegna fækkunar á brennisteinsbrúm og þannig valdið veikara hári, sem er brothætt, krullað og gránar fyrr.

Með samsetningu kísils, sinks og kopars í Renew eru efnin í réttum hlutföllum og draga til dæmis úr hárlosi hjá nýbökuðum mæðrum, sem oft upplifa mikið hárlos, auk þess sem efnið eykur hárvöxt almennt, en einnig hjá þeim sem eru til dæmis með skallabletti.

Renew er með 15% afslætti í vefverslun GeoSilica og á öðrum útsölustöðum í október og renna 250 krónur af hverri seldri flösku til Krabbameinsfélagsins í bleikum október.

HLEGIÐ AÐ HUGSJÓNAKONUNNI FRÁ PALESTÍNU

Fida Abu Libdeh kom 16 ára gömul frá Palestínu til Íslands með móður sinni og fjórum systkinum. Hún fór strax í menntaskóla en náði ekki stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Það var ekki fyrr en með tilkomu Keilis á Ásbrú árið 2007, að það uppgötvaðist að hún var lesblind en þar fékk hún viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Hún lauk stúdentsprófi með stæl og hélt síðan í þriggja ára háskólanám í umhverfis- og orkutæknifræði.

Það var hlegið að henni þegar hún sagði að hægt væri að skapa verðmæti úr affallsvatni jarðvarmavirkjana, en það aftraði henni ekki frá því að stofna frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni.

Fyrsta vara þeirra kom á markað í lok árs 2014 en það er hágæða kísilfæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Nýverið var fyrirtæki þeirra skólafélaganna svo til umfjöllunar í fjölmiðlum, vegna þess að nýir fjárfestar eru að koma að því, enda er fyrirtækið í örum vexti og stefnir á markaðssetningu á vörum sínum erlendis.

Svona geta draumarnir ræst, þegar þeim er fylgt fast eftir.

Neytendaupplýsingar: Vörur GeoSilica er hægt að kaupa í öllum helstu apótekum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum, Heisluhúsinu og í Fríhöfninni svo og á vefsíðunni www.geosilica.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 218 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar