Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
segist vera dottin í holl og góð salöt
og deilir með okkur uppskrift að
einu slíku þessa vikuna. Þetta
er frábært haustsalat sem
tekur mið af uppskeru
sumarsins.
Kæri lesandi,
Nú er ég alveg dottin í holl og góð salöt með allskonar baunum og fersku grænmeti. Þetta kínóasalt er alveg frábært – en það sem toppar það er góð salatsósa.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
DÁSAMLEGT KÍNÓASALT
– sem er bæði hollt og gott
Þið ráðið magninu eftir því fyrir hversu marga þið ætlið að gera salatið og hvort það á að vera aðalréttur eða meðlæti, en í þetta salat setti ég:
gulrætur
frosnar (eða ferskar) strengjabaunir
svartar ólífur
svartar baunir
kúrbít
soðið kínóa
döðlur (má sleppa)
sesamolía til steikingar
AÐFERÐ:
1 – Steikið strengjabaunirnar upp úr sesamolíu og saltið.
2 – Rífið gulræturnar niður og „yddið“ kúrbítinn.
3 – Skolið vökvann af svörtu baununum og hellið vökvanum af ólífunum.
4 – Sjóðið kínóað samkvæmt leiðbeiningum og munið að salta vatnið. Gott er að skera niður um 4 döðlur í frekar smáa bita og sjóða með því þá kemur aðeins sætt bragð af kínóanu.
Svo er bara að raða þessu fallega í víða skál eða og fat og bera fram.
SALATSÓSAN (hlutföllin eftir smekk hvers og eins):
½ krukka góð extra virgin ólífuolía
½ – 1 tsk. hvítlauksduft frá Kryddhúsinu
2 msk Dijon sinnep
safi ú ½ sítrónu
2-3 msk. af Teriyaki sósu, smakkist til eftir smekk
3-4 msk edik (hrísgrjóna-/rauðvíns-eða hvítvíns)
chilli flögur frá Kryddhúsinu (elska þær) má sleppa
4-6 msk kalt vatn, eftir smekk
Öll hráefnin sett í krukku og hrist saman – og salatsósan er tilbúin.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
CanStockPhoto / juniart
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025