KÍNÓASALAT MEÐ KJÚKLING OG GRÆNMETI

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna er það spennandi
Kínóasalat.


KÍNÓASALAT MEÐ KJÚKING OG GRÆNMETI

Ég fæ seint leið á kínóa. Það er einstaklega næringarríkt og fer vel í maga. Það er hægt að nota það sem meðlæti eða setja grænmeti og kjöt út í það. Uppskriftin frá mér að þessu sinni er kínóasalat með kjúkling og grænmeti sem tekur ekki langan tíma að útbúa. Ég steiki grænmetið og kjúklinginn í ofni, í sitt hvoru lagi og sýð kínóa.

Þegar allt hráefnið er tilbúið er hægt að blanda öllu saman þannig að úr verði hollt og bragðgott salat. Það er líka sniðugt að raða öllum hráefnunum saman í skál eins og ég gerði þannig að hver og einn velji fyrir sig, í sína skál eða vefju og toppi það svo með góðri salatsósu. Dásamlegt að bæta við avakadó, salatblöðum eða rucola.

Endilega notið uppáhalds grænmetið ykkar í þennan rétt. Þið getið líka notað hrísgrjón í stað kínóa . Gerið hann að ykkar.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

OFNSTEIKT GRÆNMETI

1 ½ rauðlaukur

1 ½ paprika rauð

1 blaðlaukur

3 hvítlauksrif eða fleiri

olía

himalayasalt

Grænkerinn frá Kryddhúsinu

Sítrónupipar frá Kryddhúsinu

AÐFERÐ: 

Grænmetið sett í eldfast mót og eldað í ofni við 190 gr í 30-40 mínútur eða eftir smekk. Mér finnst betra að hafa grænmetið ekki of mikið eldað.

 

KÍNÓA

1 ½ bolli kínóa Himnesk hollusta

5-6 döðlur Himnesk hollusta

himalayasalt

vatn

AÐFERÐ: 

Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeingum á pakkningu. Saltið vatnið og skerið döðlurnar smátt og setjið út í.

KJÚKLINGUR

4-6 kjúklingalæri með skinni eða án

Kjúklingaveisla frá Kryddhúsinu

Fjórar árstíðir pipar frá Kryddhúsinu

olía

sítrónuolía

himalayasalt

AÐFERÐ:

1 – Setjið olíu í eldfast mót. Veltið kjúklingalærunum aðeins upp úr olíunni.

2 – Látið skinnhliðina vísa upp og kryddið vel. Þar sem flest krydd frá Kryddhúsinu eru ekki með salti eða mjög litlu þá mæli ég með að þið saltið kjúklinginn svolítið vel.

3 – Hellið síðan smávegis af sítrónuolíu yfir hvern bita.

4 – Bakið í ofni við 190°C í 30-45 mínútur, allt eftir því hvað bitarnir eru þykkir hjá ykkur.

SALATSÓSA

1 1/2 dl góð olía

1/2  1 tsk hvítvínsedik

1 hvítlauksrif

1-2 cm bútur af ferskum engifer

1 tsk Dijon sinnep

smá vatn

Blandið saman olíu, sinnepi, salti og hvítvínsedik í glerkrukku. Rífið hvítlauksrif og engifer smátt og setjið út í ásamt til dæmis 2 msk af vatni eða meira ef þið viljið. Hristið krukkuna vel svo allt blandist saman. Geymist í nokkra daga inn í ísskáp.

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram