Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að dásamlegum fiskrétti.
Þetta er bragðgóður og einfaldur réttur sem tekur
ekki langan tíma að útbúa.
Mér finnst fiskur í kókosmjólk eða rjóma og karrýi vera skotheld samsetning. Að bæta síðan sítrónusmjöri (lemon curd) við þessi hráefni gerir réttinn ennþá betri. Enn og aftur geri ég rétt á einfaldan og auðveldan máta með því að setja allt í eldfast mót og inn í ofn. Bragðgott og einfalt finnst mér málið. Þessi réttur er góður í kvöldmatinn, saumaklúbbinn eða bara við hvaða tækifæri sem er.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
KARRÝÞORSKUR MEÐ FETAOSTI OG KÓKOSMJÓLK
INNIHALDSEFNI:
600-700 gr. þorskur eða annar góður fiskur
möndlumjöl
1 egg
3-4 tómatar
olía
1 lítil krukka fetaostur
1 ½ dl. kókosmjólk (þykk) eða rjómi
1-2 msk.sítrónusmjör (lemon curd) eða safi úr hálfri sítrónu
1 msk. indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu eða gott karrý
1 tsk. hvítlauksduft frá Kryddhúsinu
salt eftir smekk
svartur pipar
rifinn ostur til að dreifa yfir – má sleppa
AÐFERÐ:
1 – Skerið tómatana í þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót.
2 – Stráið yfir helmingnum af fetaostinum ásamt olíunni sem hann er í yfir tómatana.
3 – Setjið eggið í skál og pískið það vel saman.
4 – Skerið þorskstykkin í bita, veltið þeim upp úr egginu og síðan möndlumjölinu og setjið ofan á tómatana og fetaostinn.
5 – Stráið um það bil 1 msk. af karrýblöndunni eða karrýinu ásamt hvítlauksduftinu yfir fiskinn.
6 – Saltið vel og piprið og hellið síðan aðeins meiri olíu yfir fiskinn.
7 – Setjið kókosmjólkina í skál og bætið lemon curd út í og hrærið vel saman.
8 – Hellið blöndunni í eldfasta mótið meðfram fiskinum.
9 – Stráið að lokum restinni af fetaostinum yfir fiskinn, svo og bætið við rifnum osti, en honum má sleppa.
10 – Setjið inn í 190 gráðu heitan ofn í 25-30 mínútur.
Gott er að bera þennan rétt fram með kínóa, hrísgrjónum, fersku salati, kartöflum eða því sem hugurinn girnist.
Mynd: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA