KAKÓDRYKKUR MEÐ MACA

Þessi kakódrykkur með Maca er flottur súkkulaði-líkur drykkur, sem hægt er að fá sér á morgnana eða á öðrum tíma dags svona til hátíðabrigða. Þeir sem eru á HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum geta notað þessa uppskrift meðan á kúrnum stendur – og svo auðvitað löngu eftir hann – en uppskriftin er úr smiðju Clean í Bandaríkjunum.

Í kakóduftinu er náttúrulegt koffein. Maca rótin, sem Inkarnir litu á sem sitt Viagra, eykur orku og stuðlar að betra úthaldi, auk þess sem það veitir líkamanum vítamín og steinefni.

Svona útbýrðu HEITAN KAKÓDRYKK MEÐ MACA

INNIHALDSEFNI:

 • 2 ½ bolli hnetumjólk (kókos- eða möndlumjólk) – ég nota ISOLA
 • 4 msk hrákakó – t.d. frá Naturata eða Himneskri hollustu
 • 1 tsk Maca duft (eða samsvarandi magn úr hylkjum t.d. frá NOW)
 • 2 steinlausar döðlur frá Himneskri hollustu
 • örlítið fínt himalajasalt
 • Ceylon kanill frá Himneskri hollustu til bragðauka (má sleppa)

Kakóið er örlítið rammt, svo þeir sem vilja sætari útgáfu af drykknum geta bætt nokkrum dropum af stevíu í hann.

AÐFERÐ:

 1. Best er að byrja á aðmýkja döðlurnar í nokkrar mínútur í sjóðandi vatni.
 2. Setja svo öll innihaldsefnin í blandara og þeyta vel saman.
 3. Hita svo drykkinn í potti upp að suðumarki (eða nota örbylgjuofn fyrir þá sem það vilja).

Flott að drekka þennan heita drykk á morgnana eða fá sér hann um helgar eða hátíðir eins og páskana, þegar allir aðrir eru að maula á súkkulaði. Hann örvar á náttúrulegan hátt orku líkamans, án þess að leggja mikið álag á meltingarkerfið.

Mynd af kakóbolla: CanStockPhoto / vitoshafoto

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 487 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?