Jólaleikur fyrir alla

JÓLALEIKUR FYRIR ALLA

Það er ekki frúin í Hamborg, sem blæs til Jólaleiks, heldur Bergmann frúin. Ég hef öðlast dygga fylgjendur í gegnum árin, sem sótt hafa HREINT MATARÆÐI námskeiðin mín, nenna að lesa greinarnar mínar, deila póstum og koma með komment þegar það á við. Því er kominn tími til að gefa til baka og „jólagjafirnar“ í ár eru í veglegri kantinum. Allir geta tekið þátt í leiknum, líka þeir sem eru á póstlista Heilsuklúbbs Guðrúnar. Eina sem þarf að gera er að fylgja einföldu leiðbeiningunum hér fyrir neðan. Og deila svo til eins margra vina og þig langar til, því um leið og þú deilir eykurðu vinningsmöguleika þína – og vinningarnir eru ekki af verri endanum.

FYRSTI VINNINGUR:

Gistinótt fyrir tvo í superior herbergi með morgunverði, 3ja rétta kvöldverði og ABBA sýningu Gunnars Þórðarsonar. Gildir til 30/4 2019. ABBA sýningin hefur slegið í gegn í haust og verður haldið áfram eftir áramót allar helgar til enda apríl.  Hótel Grímsborgir er fjögurra stjörnu hótel í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður – í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Veitingastaður og gistirými eru innréttuð í fáguðum sveitastíl, þar sem boðið er upp á alla þjónustu við mini www.grimsborgir.com
Verðmæti vinnings: 59.900 kr.

ANNAR VINNINGUR: HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir einn, annað hvort á fyrsta námskeið á nýju ári sem hefst 7. janúar eða einhverju öðru námskeiði allt fram til 1. maí 2019.  Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið hér.
Verðmæti vinnings: 39.700 kr.

ÞRIÐJI VINNINGUR: Full karfa af öllum þeim bætiefnum sem þarf að nota meðan farið er í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn. Í körfunni eru eftirfarandi bætiefni frá NOW: Probiotic-10 góðgerlar, Psyllium Husk trefjar, Omega 3 fyrir liðina, undraverð blanda af Magnesium & Calcium, Silymarin til að styrkja lifrina og Odorless garlic hvítlaukshylki sem drepa bakteríur í meltingarveginum.
Verðmæti vinnings: 14.700 kr.

FJÓRÐI VINNINGUR: Tvö eintök af nýjustu bókinni úr Bergmann smiðjunni sem heitir JÁKVÆÐAR HVATNINGAR. Ein fyrir þig og önnur til að gefa. Í bókinni er að finna tæplega 80 jákvæðar hvatningar sem styrkja þig og hvetja daglega til árangurs og áframhaldandi þroska.
Verðmæti vinnings: 5.940 kr.

Myndir: Guðrún Bergmann


Dregið verður í leiknum 6. desember 2018. Vinningshafar fá tölvupóst frá Guðrúnu og þurfa að svara honum innan viku. Sé póstum ekki svarað fyrir þann tíma verður dregið aftur um viðkomandi vinning.


Skref 1. Smelltu á Like hnappinn (ef þú ert ekki nú þegar vinur okkar á Facebook)


Skref 2. Settu inn nafn og netfang hér fyrir neðan.


Skref 3. Smelltu á Taka þátt!


Skref 4. Deildu slóðinni þinni (sem birtist hér fyrir neðan) á leikinn til að auka möguleika þinn á vinningi.

 

TrophyJólaleikur fyrir alla
Þínir miðar
0
Alls miðar í potti
1225
Dagar eftir
Ended
This contest expired.