HVÍTLAUKUR OG ÓREGANÓ STYRKJA HEILSUNA

HVÍTLAUKUR OG ÓREGANÓ STYRKJA HEILSUNA

Ákveðnar jurtir hafa frá alda öðli verið notaðar til lækninga vegna bakteríudrepandi eiginleika sinna. Þær hafa líka verið hluti af mataræði fólks, til dæmis í kringum Miðjarðarhafið, álíka lengi enda er í dag talað um Miðjarðarhafsmataræðið sem það heilsusamlegasta, meðal annars vegna þess að þar er mikið notað af hvítlauk og óreganó.

Í þessari grein fjalla ég um eiginleika bæði hvítlauks og óreganó og svo um bætiefni sem inniheldur bæði þessi náttúruefni og heitir Allibiotic.

HVAÐ GERIR HVÍTLAUK SVONA SÉRSTAKAN?

Á Miðöldum var hvítlaukur notaður í Evrópu gegn öllum plágum (farsóttum) og til að halda skordýrum í burtu. Í Egyptalandi til forna var hvítlaukur eitt af því sem sett var í grafhýsi til að fylgja fólki inn í næsta líf.

Auk þess að vera ríkur af ýmsum vítamínum og steinefnum, gerir brennisteinsmagnið (súlfúr) í hvítlauk það að verkum að hann vinnur líkt og sýklalyf á bakteríum og heldur meltingarveginum hreinum með því að losa hann við eiturefni.

Hér koma fjórir heilsuþættir og eitt leynitrix sem hvítlaukur virkar vel á:

1 – HREINSAR BLÓÐIÐ – Takið tvö hrá hvítlauksrif með volgu vatni inn alla daga, snemma morguns og drekkið mikið vatn yfir daginn. Til að grennast setur maður safa úr hálfri sítrónu í glas af volgu vatni og drekkur með tveimur hráum hvítlauksrifjum á morgnana.

2 – VINNUR Á KVEFI OG FLENSUM – Takið inn 2-3 rifa af hvítlauk, hráum eða soðnum daglega eða drekkið hvítlaukste, með smá hunangi og/eða rifnum engifer til að bæta bragðið. Þetta ráð vinnur á stífluðu nefi, kvefi og styrkir ónæmiskerfið.

3 – VÖRN GEGN HJARTAVANDAMÁLUM – Með því að neyta hvítlauks daglega lækkar kólesterólmagn líkamans vegna andoxandi eiginleika Allicin (efni í hvítlauknum). Að auki er hvítlaukur góður til að koma jafnvægi á blóðþrýsting og sykurmagn í blóði.

4 – GEGN BAKTERÍUM OG SNÝKJUDÝRUM – Hvítlaukur er best varðveitta læknalyf fortíðar, því hann hefur verið notaður sem sýklalyf til að meðhöndla bakteríusýkingar, sveppisýkingar og sýkingar af völdum snýkjudýra í líkamanum í meira en 7.000 ár.

LEYNITRIXIÐ – Það er að koma sumar, börnin eru úti að leika sér og þau eiga það til að fá flís í fingur eða hendur. Oft gengur illa að ná flísum út, en með því að skera hvítlauksrif í tvennt og setja opna hlutann yfir flísaropið og binda um með grisju – hverfur flísin.

HELSTU EIGINLEIKAR ÓREGANÓ

Óreganó er ekki bara kryddjurt, því jurtin á sér einnig langa sögu sem lækningajurt. Óreganó, bæði sem lauf og sem olía, hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið og bein líkamans.

Fjórir helstu eiginleikar óreganó eru:

1 – STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ – Með því að bæta ferskum laufum óreganó jurtarinnar eða olíu úr henni við daglegt mataræði styrkirðu ónæmiskerfið. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að eitt gramm af óreganó, býr yfir 42x meiri andoxandi eiginleikum en epli, þar sem óreganó er svo ríkt af A- og C-vítamínum.

2 – BÆTIR MELTINGUNA – Óreganó er ríkt af trefjum og með því að neyta þess reglulega styrkir það meltingarkerfið. Trefjar eru mikilvægar fyrir heilbrigði meltingarvegarins, þétta hægðir og örva ristilhreyfingar, sem gerir ristli auðveldar að flyjta útgang að endaþarmi, þar sem hann skilast út.

3 – STYRKIR BEINHEILSUNA – Óreganó er ríkt af kalki, járni og mangan, en þetta eru mikilvæg steinefni fyrir beinheilsuna.

4 – STUÐLAR AÐ BETRI STJÓRN Á SYKURSÝKI

Óreganó er þekkt fyrir að stuðla að betri stjórn á sykursýki týpu 1. Óreganó olían hindrar blóðsykurhækkun með því að draga úr viðbrögðum gleypifrumna, sem valda bólgum.

BÆTIEFNI MEÐ BÆÐI HVÍTLAUK OG ÓREGANÓ

Aðalefnið í Allibiotic er hvítlauksþykkni, en hér að ofan má einmitt lesa um hluta af því sem hvítlaukur getur gert fyrir heilsuna.

Í Allibiotic er líka að finna elderberry eða ylliber, sem hafa notið gífurlegra vinsælda síðustu mánuði, sökum þess hversu öflug þau eru fyrir ónæmikerfið. Að auki er svo að finna þykkni úr ólífulaufum og óreganó olíu. Allibiotic býr því yfir mjög breiðvirkum efnum sem öll styrkja ónæmiskerfið.

Tilvalið er að taka Allibiotic í sumar, þegar verið er að ferðalagi um landið vítt og breytt. Veður geta verið risjótt, margir geta orðið á vegi okkar og því er um að gera að hafa sterkt ónæmiskerfi til að takast á við óvelkomna innrásaraðila, sem kynnu að vilja komast í líkamann valda kvefi eða magakveisu.

Myndir: CanStockPhoto / Elenathewise og monkeybusiness
Mynd af vef Now Foods USA

Heimildir: HvítlaukurÓreganó

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram