HVERSU MIKILVÆG ER HEILSAN?

Flestir svara þessari spurningu væntanlega á þann veg að hún sé mjög mikilvæg. Hins vegar er oft ósamræmi milli þess sem við segjum og gerum. Við gleymum því gjarnan að heilsan er eins og ýmsilegt annað sem snýr að líkamanum, eins og til dæmis þrif. Því þarf að hugsa nokkuð vel um hana alla daga ef hún á að endast úr ævina.

ENDINGARTÍMINN

Ég bið yfirleitt þátttakendur á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum hjá mér að sjá fyrir sér hversu gamlir þeir ætla að verða. Svo bið ég þá um að draga núverandi aldur frá þeirri tölu til að sá hversu langt er eftir af æviferðalaginu hér á Jörð.

Það vill svo til að það þarf að plana ferðalagið hér á Jörðu jafn vel og ýmis önnur ferðalög. Heilsa þín eftir fimm, tíu eða fimmtán ár ræðst nefnilega af því hversu vel þú hugsar um hana í dag. Það er nefnilega þannig að sjúkdómar verða ekki til á einum degi, heldur byrja oft sem bólgur í líkamanum, sem smátt og smátt leiða til frekari vandamála, uns þau verða alvarleg ef ekkert er að gert.

HEILSAN Í ÞÍNUM HÖNDUM

Þótt ég hafi notið aðstoðar og leiðbeininga lækna og náttúrulækna í gegnum tíðina, hef ég fyrir löngu síðan gert mér grein fyrir að ég ber sjálf gífurlega mikla ábyrgð á eigin heilsu. Helstu heilsufarsvandamál sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við í dag eru yfirleitt sprottin af lífsstíl okkar – og honum ráðum við að mestu yfir sjálf.

ER HEILSUÁTAK FRAMUNDAN?

Ég hef nú haldið HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir hátt í 1.400 manns á nærri fjórum árum (verða fjögur í mars árið 2019). Sú breyting sem verður hjá fólki eftir hreinsikúrinn er nánast ólýsanleg eins og umsagnir þátttakenda sýna, en þær eru reyndar svo margar að það er ekki hægt að birta allar.

Ef áramótaheitið er að bæta heilsuna, er námskeiðið 7. janúar góð leið til að byrja ferlið. Ef þú skráir þig fyrir 1. desember nærðu þér í besta tilboðsverðið.

SMELLTU HÉR til að kynna þér málið nánar.

Mynd: Louis Hansel on Unsplash

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 206 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar