Á þessum tímum hraða og augnabliksundra, þegar við gerum ráð fyrir að öllum okkar þörfum sé svarað strax, hvort sem það er með skyndibitamat, skyndilausnum, skyndistefnumótum eða öðru, á fólk erfitt með að skilja að til að ná viðvarandi árangri þarf úthald.
Á námskeiðum mínum um HREINT MATARÆÐI eru sumir þátttakendur hissa ef þeir ná ekki fullum bata af alls konar heilsufarsvanda á þremur vikum. Í flestum tilvikum hefur það tekið ár, jafnvel áratugi að skapa það ástand í líkamanum sem leiðir til vandans. Væntingar sumra eru þó þær að allt lagist á þremur vikum og í framhaldinu getir þeir hellt sér aftur út í sama líferni. Mun betra er að líta á HREINT MATARÆÐI sem upphafspunkt, leið til að afeitra líkamann og læra á og temja sér nýjar venjur, svo hægt sé að leggja grunn að betra lífi.
TÍU ÞÚSUND KLUKKUSTUNDIR
Góðir hlutir sem endurteknir eru aftur og aftur leiða til frábærs árangurs. Það er bara staðreynd. Við þurfum ekki annað en líta í kringum okkur á afreksfólk í íþróttum eða í raun hvaða greinum sem er. Þetta fólk hefur svo sannarlega skilað inn sínum 10.000 klukkustundum af endurtekningu, eins og Malcolm Gladwell talar um í bók sinni The Outliers. Hann lítur svo á að æfing og árangur sem af slíkum tíma hlýst leiði til þess að fólk verði meistarar á sínu sviði.
HVAÐ STOPPAR OKKUR?
Þrátt fyrir þessa vitneskju lenda flestir í því að byrja að temja sér góðar venjur, en renna svo hægt og rólega aftur í gamla farið, jafnvel þegar þeir hafa náð umtalsverðum árangri. Hvað skyldi vera að stoppa okkur? Væntanlega eitthvað mismunandi hjá hverju og einu okkar, en undirrótin er oft ótti.
Ég hef um tíma verið að nota EFT, sem er skammstöfun fyrir Emotional Freedom Technique, og hefur stundum manna á milli verið kallað “tapping”. Hef lengi vitað að hægt sé að gera ýmsar breytingar með fingurgómunum einum saman, en ekki verið að nýta mér það dagsdaglega. Nú er ein af áskorunum ársins að gera það reglulega til að auka árangur minn á ýmsum sviðum. Bendi þér lesandi góður því á þessa slóð með myndbandi með Brad Yates, þekktum EFT leiðbeinanda og rithöfundi, sem hefur deilt þekkingu sinni og reynslu með jafnt háum sem lágum um allan heim.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Með því að skrá þig á PÓSTLISTANN minn færðu póst með greinum og öðru efni sent beint til þín vikulega.
Mynd: Can Stock Photo/Amaviael
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025