HUSKBOLLUR ÖNNU HEIÐU

Einn þátttakandi á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá mér deildi uppskrift að ljúffengum Huskbollum sem eru bæði gluten- og eggjalausar.

Bollurnar eru svolítið hlaupkenndar í gerð vegna husksins og chia-eggjanna en verða líkari venjulegum brauðbollum þegar þær kólna aðeins.

INNIHALDSEFNI:

4 1/2 msk Husk trefjar (frá NOW)
4 msk sprouted brown rice protein (frá NOW)
3 1/2 msk chia-egg (chia fræ sem hafa verið látin liggja í bleyti yfir nótt)
3 msk möluð hörfræ (Himnesk hollusta)
1/2 tsk negull
1/2 tsk Ceylon kanill
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk kókosolía
1 msk graskersfræ – heil eða möluð
örlítið af kúmenfræjum
sjávar- eða himalajasalt eftir smekk
vatn eða möndlu- eða hrísgrjónamjólk eftir þörfum (ekki setja of mikið til að byrja með)

AÐFERÐ:

1 – Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið vökvann saman við, þar til deigið er vel samloðandi.

2 – Hægt er að stækka uppskriftina ef deigið verður of blautt eða setja smá prótín á hendurnar eða borðið til að þurrka þær, um leið og deigið er mótað í litlar kúlur og þær settar á plötu.

3 – Bakað við 180°C í 22-26 mínútur, en það fer eftir stærð bollana hversu langan tíma tekur að baka þær. Látið kólna í smástund, áður en þær eru borðaðar.

Úr uppskriftinni kemur mátulega stór skammtur af bollum til að hægt sé að njóta þeirra nýbakaðra – eða setja í frysti þegar þær hafa kólnað alveg til að nota síðar.

Myndir og uppskrift: Anna Heiða Óðinsdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram