HUMMUS

Allir eiga sína einstöku uppskrift að Hummus, þessu klassíska meðlæti með brauði og öðrum mat sem rekja má til Mið-Austurlanda. Þessi smakkast að mínu mati mjög vel og tahini-ið gefur hummusnum sérstakt og gott bragð. Það er einfalt að nota niðursoðnar kjúklingabaunir, til dæmis frá Himneskri hollustu, en þeir sem vilja sjóða sínar eigin kjúklingabaunir geta auðvitað gert það. Það má sleppa tahini-inu (sesam-mauk) úr uppskriftinni ef þú fílar ekki það bragð eða átt ekki tahini til. Það gerir hummusinn aðeins lausari í sér og ekki eins bragðmikinn, en hann bragðast þó vel.

INNIHALDSEFNI:

2 krukkur af kjúklingabaunum frá Himneskri hollustu, vökvinn látinn renna af og hann geymdur
1/2 bolli dökkt tahini frá Monki – ég hræri olíunni í því saman við maukið áður en ég nota það
1/4 bolli extra jómfrúar ólífuolía frá Himneskri hollustu + aðeins meira til að hella yfir tilbúið maukið
2 stór og 1 lítið hvitlauksrif – eða meira sé þess óskað
fínt himalajasalt og malaður svartur pipar eftir smekk
1 matskeið malað cumin
1/4 tsk paprikuduft og smá til að skreyta með þegar hummusinn er borinn fram
Safi af 1-1 1/2 sítrónu eftir smekk – byrjið með safa af einni sítrónu
ca 4 msk af vökvanum af kjúklingabaununum

AÐFERÐ:

1. Byrjið á að setja tahini-ið og sítrónusafann í matvinnsluvélina og blandið vel saman.
2. Bætið öðrum innihaldsefnum út í og byrjið að blanda saman. Bætið meira af ólífuolíu og/eða vökvanum af kjúklingabaununum þar til hummusinn hefur náð þeim þéttleika sem þið viljið fá.
3. Setjið í krukkur og geymið þar til á að bera hummusinn fram. Stráið þá smá cumin eða paprikudufti yfir hann og skreytið með klipptri steinselju.

 

Ég nota mikið af möndlusmjöri frá Monki og á því alltaf fullt af glerkrukkum, sem gott er að nota undir hummusinn, sem smakkast hrikalega vel með glútenlausa “black pepper” kexinu frá Mary’s Cone Crackers.

 

Uppskrift: Guðrún Bergmann

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?