HUMMUS ÚR HVÍTUM BAUNUM MEÐ KÓRÍANDER

HUMMUS ÚR HVÍTUM BAUNUM MEÐ TAHINI OG KÓRÍANDER

Þar sem ég er í A-blóðflokki forðast ég kjúklingabaunir, en þær eru yfirleitt aðaluppstaðan í hummus. Ég fattaði hins vegar nýlega að ég get búið til hummus úr hvítum baunum – stundum kallaðar Cannelini baunir – sem er alveg jafn frábær og sá úr kjúklingabaununum.

Kóríander og tahini gefa hummusnum sérstæðan keim og svo er auðvitað hægt að spila aðeins með kryddin eftir smekk. Grunnuppskriftin er þessi:

INNIHALDSEFNI:

1-2 pressuð hvítlauksrif
1 (15 oz-450 g) dós af hvítum cannelini baunum, vökvinn látinn síga af og baunirnar skolaðar með köldi vatni
1/4 bolli tahini frá Monki
3-5 msk nýpressaður sítrónusafi – 3 msk ef þú vilt ekki mikið sítrónubragð – annars 4-5
2 tsk grófmöluð kóríanderfræ – eða 1 1/2-2 tsk malað kóríanderduft (notaði duft og notaði 2 tsk)
1 tsk fínt himalajasalt
1/4 bolli extra-virgin ólífuolía (ég valdi olíuna frá Bunalun sem er lífrænt rætkuð)

AÐFERÐ:

1 – Pressið hvítlauksrifin og setjið í matvinnsluvél.
2 – Bætið við baunum, tahini, sítrónusafa, kóríander og salti.
3 – Blandið á púls stillingu þar til blandan verður jöfn. Stoppið vélina inn á milli til að skafa hliðar skálarinnar til að tryggja að allt blandist vel
4 – Látið matvinnsluvélina ganga á lægstu stillingu á meðan olíunni er hægt og rólega blandað samanvið.

Geymist í lokuðu íláti í ísskáp í eina viku.
Frábært að borða hummusinn með glútenlausa kexinu frá Barry’s sem fæst nú í Nettó og Fjarðarkaupum.

Mynd: Guðrún Bergmann

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram