Ég er í viðtalið á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í þættinum HEIMILIÐ föstudaginn 4. nóvember kl. 20:00, ásamt samstarfskonu minni Evu Þórdísi Ebenezersdóttur. Við spjöllum við Sigmund Erni um glútenlausan bakstur (HÉR er uppskrift að brauðinu) og um nýútkomna bók mína HREINT Í MATINN, en í henni eru einungis uppskriftir án glútens, sykurs og mjólkur. Þátturinn er sýndur á 2ja tíma fresti næstu 36 tímana eftir fyrstu útsendingu.
Mér datt í hug að bjóða áhorfendum að taka þátt í leik í tengslum við þáttinn, því það er örugglega einhver þarna úti sem getur bætt við sig nýrri matreiðslubók, hefur áhuga á að koma á námskeið til að gera glútenlaust jólagóðgæti eða vantar stórlega nýjan Nutri Blitzer blandara frá Nettó.
SMELLTU HÉR til að taka þátt.
Því duglegri sem þú ert að deila leikjaslóðinni með vinum þínum, þeim mun meiri eru vinningslíkur þínar, því í hvert skipti sem þú deilir færðu nýjan “miða” í pottinn. SMELLTU HÉR til að hefja leikinn.
Leikurinn stendur til miðnættis 6. nóvember. Vinningshafar verða dregnir út mánudaginn 7. nóvember og verður tilkynnt um þá á Facebook síðunni minni. Vertu viss um að þú hafir “lækað” hana svo þú getir fylgst með. Leikjakerfi Facebook dregur út vinningshafa.
VINNINGARNAR ERU EKKI AF VERRI ENDANUM
- Eintak af HREINT Í MATINN að verðmæti 4.970 krónur
- Námskeiðið HREINT UM JÓLIN að verðmæti 9.700 krónur
- Nutri Blitzer blandari með öllum græjum að verðmæti 19.999 krónur
SMELLTU HÉR til að taka þátt ef þú hefur ekki þegar gert það!
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025