HÖRFRÆ ERU SMÁ EN ÖFLUG

MEGINEFNI GREINARINNAR:

  • Flestar plöntur sem við borðum hefja líf sitt sem fræ.
  • Í hörfræjum eru omega-3 fitusýrur, lignans jurtaefni, mangan, kopar, B-1 vítamín, magnesíum, fosfór, seleníum, trefjar og molybdenum.
  • Nýttu þér Heilsudaga Nettós sem standa til 4. okt. til að ná þér í hörfræ t.d. frá Himneskri hollustu á góðu verði.

    Höfundur: Guðrún Bergmann
    Fylgstu með daglegum færslum á Facebook og skráðu þig í Heilsuklúbb Guðrúnar


HÖRFRÆ ERU SMÁ EN ÖFLUG

Flestar þær plöntur sem við borðum hefja líf sitt sem fræ. Allt sem þær síðar verða er innpakkað í þann litla pakka sem fræið er. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ákveðin fræ séu einstaklega heilsusamleg fyrir fólk, bæði rík af próteini, trefjum, fitusýrum og öðrum mikilvægum efnum. Líklegt er að þú borðir ákveðin fræ nokkuð oft, án þess að hugsa um þau sem fræ og má þar meðal annars nefna kjúklingabaunir, jarðhnetur, hrísgrjón og kínóa.

Svo eru það hörfræ, sem eru smá í sniðum en öflug fæðubót, því auk þess að vera basísk, gagnast þau líkamanum vel á ýmsan hátt. Hörfræin eru hlaðin næringarefnum fyrir beinin okkar og eru eitt af þeirri undirstöðufæðu, sem við ættum að neyta til að vernda þau vel. En hvaða efni eru í þessum litlu fræjum, sem gerir þau svona sérstök?

OMEGA-3 FITUSÝRUR – Í hörfræjum er mikið af omega-3 fitusýrum, aðallega í formi alfalínólen-sýrum eða ALA (alpha-linolenic acid). Einungis chia fræ eru með meira af ALA sýrum, en líkaminn notar þær til orkuframleiðslu, auk þess sem þær geta komið í veg fyrir hjartasjúkdóma, lækkað háþrýsting og dregið úr bólgum.

LIGNANS – Í hörfræjum er besta uppspretta jurtapolyphenóla (örnæringarefna) sem kallast lignans. Sú fæða sem næst kemst hörfræjum að lignanmagni eru sesamfræ, en þau eru einungis með 1/7 af því magni sem hörfræin hafa. Lignans eru trefjarík efni, en þau eru líka sá þáttur sem stuðlar að andoxunareiginleikum hörfræja. Þessi trefjaríku efni draga úr LDL kólesterólinu, úr hættu á hjartasjúkdómum og meltingarvandamálum.

MANGAN – Þetta snefilefni er mikilvægt fyrir bandvefsframleiðslu í brjóski og beinum, svo og að sameinast kompar og sinki til að mynda öflugt andoxunarefni sem skiptir miklu fyrir beinheilsu líkamans. Það stuðlar líka að próteinframleiðslu, meltingu á fitusýrum, dregur úr hættu á kekkjun blóðs og er þáttur í myndun thyroxine, sem er aðalhormón skjaldkirtilsins.

KOPAR – Hjá sumum vekur það furðu að líkaminn skuli innihalda málma, en kopar er að finna í öllum vefjum líkamans og í mörgum ferlum hans. Sá þáttur sem er mikilvægastur fyrir beinin felst í framleiðslu á kollageni, sem er nauðsynlegt fyrir beinvefsgrindina. Að auki gegnir kopar hlutverki í starfsemi ónæmiskerfisins, heilans, taugakerfisins, hjarta- og æðakerfisins, húðar, æða og liðamóta.

B-1 VÍTAMÍN – B-1 er annað nafn á þíamíni (thiamin) en það vítamín stuðlar að meltingu kolvetna, orkuframleiðslu og nýtingu hennar og eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Sum önnur B-vítamín eru mikilvægari fyrir beinin, en mikilvægt er að öll B-vítamínin virki saman, svo það skiptir miklu að hafa þau í jafnvægi. Í hörfræjum er einnig að finna örlítið magn af B-2, -3 og -6, auk kólíns (choline), fólats (folate) og pantóþensýru (pantothenic acid).

MAGNESÍUM – Magnsíum er nauðsynlegt fyrir framleiðslu og verndun beina, svo og fyrir ótal aðra ferla í líkamanum. Það vinnur með kalki að upptöku og heilbrigðri steingervingu beina með því að halda jafnvægi á kalkkirtlinum.

FOSFÓR – Næst á eftir kalki er mest af forfór í líkamanum. Það er nauðsynlegt mörgum ferlum, eins og til dæmis síun á úrgangi og viðgerðum á vefjafrumum. Það á líka þátt í ferlum eins og beinamyndun, söfnun og nýtingu á orku, DNA og RNA framleiðslu, notkun og stýringu vítamína og samdrætti vöðva og slökun eftir álag.

SELENIUM – þetta efni eflir andoxandi eiginleika með því að hjálpa við framleiðslu á hinum öflugu glútaþíón ensímum, sem vinna á oxandi streitu og hjálpa líkamanum að afeitra sig. Það á líka sinn þátt í að viðhalda heilbrigðri starfsemi skjaldkirtilsins. Báðir þessir þættir skipta miklu máli fyrir heildarheilbrigði líkamans, svo og fyrir beinheilsu hans.

TREFJAR – Plöntutrefjar eru nauðsynlegar til að halda jafnvægi á meltingarferlinu. Að auki bæta þær kólesterólefnaskiptin, eru góðar fyrir hjarta- og æðakerfið og hægja á meltingunni, svo næringarupptakan sé betri og koma í veg fyrir að blóðsykurinn hækki of mikið. Trefjarnar í hörfræjum eru 20-40% vatnsuppleysanlegar og 60-80% óuppleysanlegar, en báðar tegundirnar eru mikilvægar. Trefjar bindast eiturefnum svo hægt sé að losa þær úr líkamanum, styrkja lifrina og koma í veg fyrir bólgur.

MOLYBDENUM – Þetta næringarefni er aðallega þekkt sem “stuðpúði” gegn neikvæðum viðbrögðum súlfíta sem koma í líkamann með fæðu eins og léttvínum og þurrkuðum ávöxtum. Það býr líka yfir öflugum andoxandi eiginleikum og ver þannig líkama og bein gegn oxandi skaða.

HEILSUDAGAR
Öll þessi efni er að finna í litlu hörfræjunum. Ef þú ert ekki þegar að nota þau í búst eða grauta, er um að gera að nýta sér Heilsudaga Nettó, sem standa til 4. október og kaupa þau á tilboði. Þar fást þau meðal annars frá Himneskri hollustu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Guðrún Bergmann er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN (um 80 eintök eftir af upplaginu) og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 800 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á rúmum tveimur árum.

Heimildir: Save Our Bones vefsíðan
Mynd: Can Stock Photo / Voyegenix

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?