HOLLIR SÚKKULAÐIBITAR

Þessir eru kannski ekki alveg eins og Twix, en minna þig á það, án þess að vera hlaðnir sykri, mjólkurvörum og glúteni eða öðrum aukaefnum sem fylgja verksmiðjuframleiddu sælgæti.

Það er einfalt að útbúa þessa súkkulaðibita, þeir seðja sætuþörfina, án þess að búa til fíkn í meiri sykur. Þeir setjast heldur ekki á mitti og mjaðmir, því þeir eru ekki fitandi. Ef ekki fæst döðlusíróp nálægt þér, má skipta því út fyrir kókosnektar (coconut nectar).

INNIHALDSEFNI Í KEXIÐ NEÐST:

  • 2/3 bollar kókoshveiti
  • 1/4 tsk himalajasalt
  • 3 msk döðlusíróp
  • 1/3 bolli kókosolía frá HImneskri hollustu (óbráðin).

LEIÐBEININGAR:

  1. Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í form sem er 20×20 sm að stærð.
  2. Blandið saman í skál kókoshveiti og salti.
  3. Bætið við döðlusírópinu og hrærið vel saman þar til blandan er mylsnukennd.
  4. Bætið við kókosoliu, sem er við stofuhita og hrærið þar til myndast góð deigkúla og öll olían hefur blandast vel saman við deigið. Þetta þarf hugsanlega að gera með höndunum.
  5. Pressið deigið út í formið og bakið í 9-11 mínútur eða þar til brúnirnar eru gullnar.
  6. Látið kólna algerlega.

INNIHALDSEFNI Í KARAMELLUFYLLINGUNA:

  • 1/2 bolli mjúkt möndlusmjör (frá Monki – ekki kornótt, nema ykkur finnist það betra)
  • 1/3 bolli döðlusíróp
  • 1/3 bolli ólífuolía (með smjörbragði ef til – eða avókadóolía)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/4 tsk himalajasalt

LEIÐBEININGAR:

  1. Setjið öll innihaldsefni í lítinn pott og hitið við meðalhita þar til öll innihaldsefni hafa bráðnað og blandast vel saman.
  2. Látið blönduna kólna aðeins og hellið henni svo yfir kexbotninn.
  3. Setjið formið í kæliskáp og látið kólna alveg áður en súkkulaðið er sett ofan á.

INNIHALDSEFNI Í SÚKKULAÐIHJÚPINN:

  • 1/4 bolli ólífuolía (með smjörbragði ef til – eða avókadóolía)
  • 1/4 bolli hrákakó frá Naturata
  • 2 msk döðlusíróp

LEIÐBEININGAR:

  1. Hrærið öll innihaldsefni vel saman og hellið yfir karamellufyllinguna.
  2. Jafnið vel og látið kólna þar til súkkulaði hefur stífnað.
  3. Skerið í 2,5 sm bita og njótið vel.

Uppskriftina fann ég í Food Solutions Magazine, sem er á netinu og er dreift frítt. Hún kemur frá Dr. Vikki Petersen, DC. CCN. CFMP.

ATHUGASEMDIR VIÐ UPPSKRIFTINA!
Ég var ekki búin að gera þessi súkkulaðistykki þegar ég setti uppskriftina inn.
Eftir að hafa gert þau myndi ég halda að ólífuolía kæmi vel út í uppskriftinni og að það væri betra að nota kókosolíu í súkkulaðikremið efst, en avókadó-olíuna, því mér fannst hún ekki stífna nóg – eða kannski var ég bara of bráðlát að smakka 🙂 og bragðið var dásamlegt, en að mínu mati ívið of sætt.
Geri einhverjar tilraunir með þetta og set svo inn á síðuna.
Kveðja
Guðrún

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram