Of gott til að vera satt!

Ein af þeim sem tók þátt í HREINT MATARÆÐI námskeiðinu hjá mér í janúar deildi eftirfarandi með okkur þegar námskeiðinu lauk. Eva Björg Sigurðardóttir skráði sig eiginlega inn kvöldið eftir fyrsta fund, þar sem hún var veik daginn sem námskeiðið byrjaði. Hún hefur góðfúslega gefið mér leyfi til að birta umsögn sína hér. Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið hefst 23. febrúar. Sjá nánar HÉR.

“Eva heiti ég og var að ljúka 21 degi á HREINU MATARÆÐI undir dyggri leiðsögn Guðrúnar Bergmann. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fyrir tilviljun dottið inní þennan hóp sama dag og námskeiðið byrjaði. Ég mæli með þessu fyrir alla þá sem finna til í líkamanum og telja sig vera með vefjagigt eins og ég var farin að halda um mig. Ég hef yngst um 10 ár á einum mánuði bara með því að vera staðföst í HREINA MATARÆÐINU.

Eftirfarandi er útlistun mín á líðan eftir 21 dag á hreinu mataræði:
Ég veit að það sem ég er að fara að skrifa hljómar nærri því of gott til að vera satt. En þetta er sönn saga. Öll einkenni sem að ég hef glímt við fram að þessu hvort sem það eru síðustu mánuði eða hafa verið langvarandi síðustu ár eru einfaldlega horfin!!!! Mestu finnst mér skipta að vera laus við tíða höfuðverki, sykurföll sem höfðu í för með sér handskjálfta og svakalega hungurtilfinningu og verki og bólgur sem ég fann fyrir í lærum, rassi og mjóbaki.

Mér finnst einnig eins og ég sé öll léttari á mér, því ég hef ekki bara misst 5 kíló heldur finnst mér eins og það hafi verið dregið frá hulu í höfðinu á mér. Ég er miklu einbeittari og finnst ekki nokkurt mál að fara á fætur á morgnanna. Húðin á mér er líka allt önnur, bólur og stíflur sem hafa fylgt mér eru einfaldlega horfnar. Ég vissi svo sem að ég hefði óþol fyrir ákveðnum matartegunum en að finna þetta svona áþreyfanlega og komast að því að maður sé að eitra fyrir sjálfum sér á hverjum degi er algjör uppljóstrun.

Með því að taka út ákveðnar fæðutegundir hef ég bætt lífsgæði mín og er ákveðin í að halda áfram á sömu braut. Ég hef öðlast einhvern áður óþekktan kraft og áræðni við þetta ferli og ætla að nýta mér það til fulls. Það má gjarnan deila þessari færslu til þess að sem flestir sem eru í þeim sporum sem ég var viti að það er til lausn sem gæti hjálpað. Takk kærlega fyrir mig Gudrun Bergmann.”

Fylgstu með Guðrúnu á vefnum hennar

image_print

Um höfund

admin
Síðustu færslur
Deila áfram