HENTU ÞESSUM MEÐ Í FERÐATÖSKUNA - Guðrún Bergmann

HENTU ÞESSUM MEÐ Í FERÐATÖSKUNA

Við syngjum kannski ekki upphátt, en á þessum árstíma hummum við oft í huganum eitthvað lag sem minnir okkar á sumarið, sólina og langþráð sumarfrí. Stundum byrjum við að undirbúa okkur löngu áður en við leggjum af stað, þótt ég verði nú að viðurkenna að ég hef ekki tekið föður minn heitinn mér til fyrirmyndar. Hann var vanur að byrja að taka sig til fyrir Kanaríeyjaferðirnar svona þremur vikum fyrir brottför.

Ég læt yfirleitt duga að pakka daginn fyrir brottför, en ég undirbý mig á ýmsan annan hátt og gleymi aldrei að henda bætiefnaskammti sem dugar út ferðalagið í ferðatöskuna.

SÓLIN OG D-VÍTAMÍNIÐ

Ef leiðin liggur til sólarlanda er til dæmis upplagt að byrja að undirbúa húðina fyrir sólina með því að taka inn Astaxanthin frá NOW svona 2-3 þremur vikum fyrir brottför. Ég hef nýlega skrifað grein um ágæti þessa bætiefnis sem lesa má HÉR. Það undirbýr húðina fyrir sólina og gerir það að verkum að hún bæði þolir sólina betur og verður fallega brúnni en ella.

Gott er að hafa í huga að ef þú vilt ná þér í smá D-vítamín úr sólinni, þarftu að vera í sól í 30-60 mínútur án sólarvarnar svo húðin geti unnið D-vítamín úr henni. Sólarvörn hindrar nefnilega þá úrvinnslu.

GRUNNUR AÐ GÓÐU FRÍI

Ég tek alltaf ákveðinn grunn af bætiefnum með í ferðalög. Flugferðir, mismunandi tímabelti, óreglulegur svefntími, breytt mataræði og fleira hefur áhrif á líkamann.

Því er að mínu mati mikilvægt að styðja hann sem best með því að taka inn bætiefni í fríinu. Þessi eru því alltaf með mér í för:

1 – Góðgerlar t.d. GR-8 Dophilus frá NOW sem tapa ekki gildi sínu þótt þeir séu ekki geymdir í kæli. Ég tek hylkin inn á fastandi maga á morgnana með einu glasi af vatni. Þeir viðhalda jafnvægi á þarmaflórunni og draga úr líkum á magakveisu.

2 – Fjölvítamín eins og EVE frá NOW (ADAM er flott fyrir karlmennina) en í því eru öll helstu vítamínin og steinefnin sem líkaminn þarf daglega á að halda.

3 – Omega 3 frá NOW leysir málin þegar kemur að olíum til að styrkja hjarta- og æðakerfið, mýkja liðina og styrkja slímhúð líkamans.

4 – Magnesium & Calcium, reverse ratio 2:1 frá NOW, því spennandi líf, flugþreyta og annað gengur á magnesíumbirgðir líkamans. Magnesíum tryggir líka nokkuð reglulega hægðalosun.

Það getur líka verið gott að taka með sér hvítlaukshylki ef ferðast er til annarra landa. Hvítlaukurinn drepur bakteríur í meltingarveginum og kemur í veg fyrir magaveiki. Á heitari svæðum heims hittum við nefnilega oft fyrir bakteríur sem líkaminn er ekki vanur og hvítlaukshylkin, draga úr líkum á að við veikjumst af þeim.

SMÁ UNDIRBÚNINGUR

Bætiefnaglös taka pláss í ferðatöskum og hertar þyngdarheimildir flugfélaganna gera það að verkum að við viljum ekki fylla töskurnar okkar af þeim. Ég kaupi mér því litla rennilásapoka í Plastprent/Odda og set daglega bætiefnaskammta í þá.

Þannig fer lítið fyrir þeim, auðvelt er að taka einn og einn poka með sér að morgunverðarborðinu og á heimleiðinni verður taskan léttari.

Myndir: Can Stock Photo/clairev og myndasafn NOW

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 332 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar