HEILSUDAGAR

Næstu 10 daga standa yfir Heilsudagar í Nettó, þar sem lögð er áhersla á að kynna og fræða viðskiptavini um ýmsar heilsuvörur og bjóða þær á sérstöku tilboðsverði. Ég er ein af þeim sem verð þar í fræðsluhlutverkinu, því ég verð með kynningu á NOW vörunum í Nettó á Granda frá 16:00-18:00 föstudaginn 16/9 og frá 14:00-16:00 laugardaginn 17/9 og svo verð ég í Mjóddinni föstudaginn 23/9. Þar kynni ég meðal annars ADAM og EVE, sem eru reyndar ekki í aldingarðinum Eden, heldur standa þau sem glútenlaus fjölvítamínblanda fyrir karla og konur í hillum Nettó. Og svo verð ég að sjálfsögðu með upplýsingar um góðgerla, sem eru afar mikilvægir fyrir þarmaflóruna.

GLÚTEN- OG MJÓLKURLAUS BÆTIEFNI
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi við NOW vörurnar er að þeir skuli vera með bætiefni sem eru bæði án glútens og mjólkur. Sennilega hafðirðu ekki spáð í að hveiti gæti verið notað við framleiðslu á bætiefnum, en það er oft notað sem fylliefni eða til að auka samloðun. Margir eru með óþol fyrir glúteni og mjólk og til að ná bata, má það ekki vera í bætiefnunum sem verið er að taka. Annað sem mér finnst spennandi við NOW bætiefnin er að þeir nota engin erfðabreytt efni í framleiðslu sinni, en fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki, sem starfrækt hefur verið frá árinu 1968. NOW er með virka umhverfisstefnu og verksmiðjur þeirra í Nevada eru LEED vottaðar.

BREYTINGAR HJÁ STÓRMÖRKUÐUM
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að í Nettó fyndist eitt mesta heilsuvöruúrval landsins í dag? Örugglega ekki ég, enda varð ég að sjá það með eigin augum, eftir að einn þátttakandi á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum mínum, sagði mér fyrir tæpu ári síðan að þar fengist allt! Og mikið rétt. Þar er frábært framboð af heilsuvörum, bæði í flokki matvæla og bætiefna.

HAGUR NEYTENDA
Þegar ég sá breytinguna sem hafði orðið í Nettó í Mjódd frá því fyrir um 7-8 árum síðan, rifjaðist upp fyrir mér heimsókn okkar Gulla heitins til Nýkaupa, sem þá var hluti af Hagkaupum. Þangað lögðum við leið okkar árið 1996, með heilu vörulistana af heilsuvörum til að kanna hvort þeir vildu taka vöruna inn. Okkar helsta röksemd var að þar til vörurnar fengjust í stórmörkuðum, yrðu þær ekki hluti af daglegum neysluvenjum fólks. Ekki var áhugi á þeim bænum þá og það liðu fjögur ár, áður en tilraun var gerð með heilsuhorn í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Nú keppast allir stórmarkaðir við að hafa heilsuvörur í hillum sínum, sem er auðvitað hagur neytenda.

Er þér líkaði þessi grein deildu henni þá endilega með vinum þínum.
Ef þú vilt fylgjast með skrifum Guðrúnar, skráðu þig þá á póstlistann hennar.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?