HEILINN ER ÖFLUGUR… OG VIÐKVÆMUR

Heilinn í okkur er magnað líffæri, en samt er stundum eins og við gleymum þessari stjórnstöð líkamans og hversu mikilvægt er að vernda heilsu heilans.

Í örlitlum hluta af heilavef, sem er á stærð við sandkorn, eru 100.000 taugafrumur, sem hver og ein getur tengst tugum þúsunda annara taugafrumna með taugaboðefnum.

Í heilanum eru um 640 km af æðum og ef við hugsum vel um heilsu hans, getur heilinn myndað nýjar frumur og taugabrautir út allt æviskeið okkar. Með því að vernda heilaheilsuna erum við að koma í veg fyrir hugsanlega heilabilun á efri árum.

HEILABILUN SÍFELLT ALGENGARI

Heilabilun (Alzheimer’s) er orðin það algeng að helmingur allra Bandaríkjamanna yfir 85 ára aldri deyr úr Alzheimer’s eða öðrum heilabilunarsjúkdómum. Í öllum heiminum er talið að 45 milljónir manns séu með heialbilun og að sú tala eigi eftir að vera komin í 73 milljónir árið 2030.

Vísindamenn telja að sjúkdómurinn byrji að þróast í líkamanum allt að 30 árum áður en einkennin koma fram, en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að ákveðnar tegundir heilabilana verði til og þróist vegna lélegs mataræðis.

ÁKVEÐNAR FÆÐUTEGUNDIR GETA HJÁLPAÐ

Bandarísku læknarnir Dr. Dean og Ayesha Sherzai sem reka Brain Health and Alzheimer’s Prevention Program við Loma Linda háskólann í Bandaríkjunum, telja að koma megi í veg fyrir meira en 90% Alzheimer’s tilfella með einföldum breytingum á mataræði og lífsstíl.

Sú fæða sem hefur mest áhrif á flesta er fæða með mikilvægum steinefnum og vítamínum, andoxunarefnum, flavóníðum, pólýfenólum og öðrum næringarefnum sem styrkja heilann.

Þessar fæðutegundir vinna ekki bara á Alzheimer’s með langtímaáhrifum sínum, heldur stuðla þær strax að betra minni og hugarstarfsemi. Nýlegar rannsóknir sýna að þessar fæðutegundir séu mikilvægar í að hindra og jafnvel snúa við Alzheimer’s sjúkdómnum og öðrum heilabilunum.

Hér verður fjallað um tvær þær öflugustu.

TURMERIC ER EFST Á LISTA

Turmeric hefur verið notað til lækninga og matar í Indlandi í meira en 5.000 ár og lægsta tíðni Alzheimer’s í heiminum í dag er einmitt þar, hvort sem er í sveitum eða borgum. Appelsínugulur litur rótarinnar kemur úr örnæringarefni, sem hefur andoxandi áhrif og kallast curcumin. Það er einmitt meginuppistaðan í CurcuBrain frá NOW, en curcuminið í því bætiefni er unnið á sérstakan hátt til að efla virkni þess.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á eiginleika curcumins til að hindra og jafnvel snúa við einkennum um Alzheimer’s sjúkdóminn, svo og öðrum heilabilunarsjúikdómum. Curcumin getur líka hjálpað gömlum æðum að slaka á og auka þar með blóðflæði til heilans.

NÆST KOMA BLÁBERIN

Vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvæg tengsl milli bláberja og góðrar heilaheilsu eru víðtækar. Bláberin eru rík af andoxunarefnum sem kallast antósýanín eða jurtablámi, sem sýnt hefur verið fram á að efli starfsemi heilans.

Niðurstöður rannsóknar sem birt var í The Annals of Neurology var unnin úr upplýsingum um 16.000 konur sem voru að meðaltali 74 ára, leiddu í ljós að þær konur sem neyttu sem mestra bláberja hægðu á öldrun sinni um allt að 2 ½ ári.

Þótt bláber séu öflugustu berin til að koma í veg fyrir heilabilun eru þau ekki einu berin sem eru góð fyrir okkur. Ber eins og hindber og brómber eru líka mjög góð og veita líkamanum mikilvæg steinefni, vítamín, andoxunarefni, flavóníða, pólýfenól og önnur mikilvæg næringarefni sem eru mikilvæg fyrir heila, hjarta og heilsuna almennt.

Heimildir: www.TheFoodRevolutionNetwork.com
Myndir: Can Stock Photo

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram