HÁRIÐ UM HÁTÍÐARNAR

HÁRIÐ UM HÁTÍÐARNAR

Sagt er að hár sé höfuðprýði, en stundum erum við þó að vandræðasta með hárið okkar og höfum ekki hugmynd um hvernig best sé ráða við það. Mér fannst hárgreiðslan fyrir kápumyndir á nýju bókinni minni BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri takast sérlega vel. Sjálfliðað hár þarf yfirleitt aðra meðhöndlun en slétt hár, svo hér koma upplýsingar um hvað gert var.

Ég fékk aðstoð við hárgreiðslu og förðun frá vinkonu minni Guðrúnu Jóhönnu sem á og rekur Snyrtistofuna Hafblik. Hún er algjör snillingur, en þegar maður kann trixin getur maður sjálfur komið liðuðu hári í hátíðalúkk.

Ég nota alltaf sjampó og hárnæringu frá Maria Nila, því mér finnst þær vörur svo frábærar. Uppáhaldið mitt er „soft“ sjampóið og hárnæringin í grænu brúsunum, því hárið mitt er frekar gróft. Þar sem ljóst/hvítt hár hefur tilhneigingu til að gulna aðeins, nota ég „Sheer Silver“ annað slagið til að ná gulu slikjunni úr því.

Maria Nila sjampóin eru seld á hárgreiðslustofum, svo kíktu inn á Regalo fagmenn til að senda fyrirspurn um stofu nærri þér.

ÞVO OG BYRJA SVO

Eftir hárþvott setti ég Foxy Curls frá BED HEAD krem í hárið. Lét það svo aðeins þorna.

Svo úðaði Guðrún Jóhanna örlitlu vatni yfir hárið á mér og setti í það Motor Mouth frá BED HEAD. Við það kemur auka lyftingur í hárið og meðan ég var að láta það þorna, hallaði ég mér annað slagið fram og hristi hárið til að fá meira loft og þar með lyfting í það.

Í lokin setti hún svo örlítið af argan olíu frá Maria Nila í hárendana.

Ef þú vilt fá virkilega flott jólalúkk er líka hægt að úða glimmer hárlakki yfir hárið í lokin.

Gangi þér vel með hátíðahárið þetta árið!

Ljósmynd: Árni Sæberg

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 590 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram