HÆGRI OG VINSTRI Í LÍKAMANUM
Hefurðu nokkurn tímann velt fyrir þér af hverju hægri og vinstri hliðar líkamans eru ekki eins? Af hverju annað eyrað situr aðeins lægra en hitt?
Af hverju æðarnar á handarbökum þínum fara ekki eftir sama mynstri á hægri og vinstri hönd? Af hverju það er sveipur öðrum megin í hárinu, en ekki hinum megin?
RÉTTHENT OG ÖRVHENT
Í líffræði líkamans er margt sem kemur á óvart ef betur er að gáð. Flestar sameindir (mólekúl) eru í spegilmyndarformi, með hægri eða vinstri handar uppbyggingu.
Þekkt er að þær tegundir sameinda (mólekúla) sem gera lífið mögulegt eru gjarnan alfarið hægri eða vinstri handar. Sykrurnar sem mynda grunninn í RNA-inu (ribunucleic acid, en það flytur genetískar upplýsingar frá DNA-inu og stýrir ákveðnum efnaferlum í frumunum o.fl.) og DNA-inu (tvíþátta litningum í frumunum) eru alltaf rétthentar, en amínósýrurnar sem búa til prótínin eru hins vegar alltaf örvhentar í eðli sínu.
Rétthentu formin eru alltaf með D- á undan heitinu, en D-ið stendur fyrir „dexter“ sem er latneska orðið fyrir hægri. Örvhentu formin eru alltaf með L- á undan heitinu, en L-ið stendur fyrir gríska orðið „laevo“ eða vinstri.
Þess vegna heita sykrur sem eru góðar fyrir hjartað D-ribose og amínósýrur sem hafa róandi áhrif á líkamann L-theanine.
HENDNI EÐA CHIRALITY
Nánast allar líffræðilegar sameindir (mólekúl) eru með þessa innbyggðu hendni eða „chirality“, sem var uppgötvuð af Louis Pasteur árið 1848. Hann kallaði hana „chirality“ eftir gríska orðinu sem nær yfir það sem kallað er á íslensku hendni.
Ekki þarf að leita lengi til að finna þessa hendni í daglega lífinu. Allt sem ekki er hægt að leggja ofan á spegilmynd sína er hendni og þar eru hendur þínar skýrasta dæmið.
Haltu höndunum út og láttu lófana snúa að þér. Láttu síðan aðra höndina renna ofan á hina – án þess að snúa lófanum við. Hendurnar eru ekki eins og falla því undir skilgreininguna um hendni eða „chirality“.
NÁTTÚRAN EYÐIR EKKI TÍMA TIL EINSKIS
Hvernig þessi hlutdrægni gagnvart einni hlið – eða hendni – varð til hefur lengi verið ein torskyldasta spurning líffræðinnar. Svarið er nánast jafn sérstakt og spurningin.
Náttúran eyðir ekki tíma til einskis. Þessi hendni er nauðsynleg til að hjálpa sameindum að bera kennsl á hvor aðra. Þegar amínósýrur mynda keðjur til að skapa prótín, eða þegar sameindir þurfa að bera kennsl á hvor aðra til að senda skilaboð innan frumna, ræður hendni þeirra því hvernig form þeirra passa saman.
Ef ekki væri um þessa hendni að ræða, mætti líka því við handarband milli rétthents og örvhents einstaklings – ef hvor um sig notaði sína ráðandi hönd. Það yrði frekar klaufalegt handarband.
Mynd: CanStockPhoto / Andrey Popov
Heimildir: Dr. Keith Scott-Mumby
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA