Meginatriði greinarinnar:
- Gulrætur eru ekki bara góðar fyrir augun, heldur líka heilann, taugakerfið og lifrina.
- Í þeim eru efni sem vinna gegn krabbameinum.
- Besta næringin fæst úr gulrótum með því að sjóða þær heilar og með hýðinu.
Grein: Guðrún Bergmann
Fylgstu með mér daglega á Facebook og skráðu þig á Póstlistann til að fá sértilboð.
GULRÆTUR – GÓÐAR FYRIR MEIRA EN AUGUN
Já, þær eru ekki bara góðar fyrir augun, heldur líka fyrir heilann og taugakerfið. Í þeim eru efni sem hafa styrkjandi áhrif á lifrina svo og efni sem vernda gegn hjartavandamálum og heilablóðfalli, auk þess sem gulrætur eru taldar góðar fyrir beinin.
Íslenskar gulrætur eru auðvitað bestar, einfaldlega vegna þess að þær eru ræktaðar hér á landi og hafa því ekki verið fluttar langar leiðir til að ná á markað hjá okkur, líkt og innfluttar gulrætur. Ef þær eru lífrænt ræktaðar eru þær auðvitað enn betri, því gulrætur eru rótarávöxtur og sem slíkur draga þær í sig öll næringarefni úr moldinni sem þær vaxa í, þar með talið allan tilbúinn áburð og/eða skordýra- eða illgresiseyði sem kann að vera notaður við ræktunina ef hún er ekki lífræn.
BETA-KARÓTÍN VERÐUR AÐ A-VÍTAMÍNI
Gulrætur eru til í nokkrum mismunandi litum, þótt við sjáum aðallega appelsínurauða afbrigðið hér í verslunum. Í einum skammti af gulrótum á dag, en skammturinn telst vera um hálfur bolli af söxuðum gulrótum, eru 210% af ráðlögðum dagskammti af A-vítamíni. A-vítamínið í gulrótunum, kemur úr beta-karótíni, sem umbreytist í A-vítamín í lifrinni.
Líkaminn getur ekki framleitt beta-karótín, svo við verðum að ná okkur í það úr fæðunni og í grænmeti fæst mest af því úr gulrótum. Í einum skammti er einnig hægt að fá 10% af ráðlögðum dagskammti af K-vítamíni, 6% af C-vítamíni og 2% af kalki.
MISMUNANDI LITIR AF GULRÓTUM
Eins og áður kom fram eru gulrætur til í mismunandi litum og úr þeim fáum við mismunandi næringarefni.
- Appelsínurauðar gulrætur hafa mest magn af líkopeni og beta-karótíni, en þessi efni eru talin draga úr hættu á ákveðnum krabbameinum, meðal annars blöðruhálskirtislkrabbameinum.
- Í gulari gulrótum er mikið magn af xanthophyll og lúteini, sem talið er vernda gegn krabbameini og styrkja augnheilsu.
- Hvítar eða ljósgular gulrætur eru mildari en tvær ofangreindu, en mjög trefjaríkar.
- Í fjólubláum gulrótum er mikið af antósýaníni eða jurtabláma og beta- og alpha-karótíni og þær eru sætari, stundum jafnvel aðeins pipraðar á bragðið.
SJÓÐIÐ ÁN ÞESS AÐ AFHÝÐA
Margir telja að best sé að borða gulrætur hráar til að fá sem mest af næringarefnum úr þeim, en rannsóknir sýna að svo er ekki. Samkvæmt þeim er best að sjóða gulræturnar heilar, án þess að afhýða þær eða skera í bita, til að fá sem mesta næringu úr þeim. Það þarf að þvo þær vel fyrir suðu, til að ná af þeim allri mold og sjóða þær í nægilega víðum potti til að þær komist vel fyrir án þess að vera skornar í sundur.
Þegar gulræturnar hafa verið soðnar má skera þær í sneiðar eða minni bita. Gott er að setja dálítið af ólífuolíu, kókosolíu eða smjöri á þær, áður en þær eru bornar fram til að tryggja sem besta næringarupptöku. Eitt af þeim efnum sem hámarkast við suðu á gulrótunum er falcarionl, en það efni er öflugt gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að í gulrótum sem soðnar eru áður en þær eru afhýddar eða skornar er 25% meira af falcarinoli og þar með hafa þær 25% meiri getu til að vinna gegn krabbameinum – svo nú er um að gera að ná sér í nýjar gulrætur og bæta þeim við daglega neyslu.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið hefst 15. ágúst – 20% afsláttur ef þú bókar fyrir 31. júlí.
Heimildir: Grein úr fréttabréfi Dr. Mercola
Mynd: Can Stock Photo/gjohnstonphoto
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025