JÓLAKAKAN Í ÁR - Guðrún Bergmann

JÓLAKAKAN Í ÁR

Hún Guðbjörg Finnsdóttir hjá G-fit heilsurækt í Garðabænum er alveg með það á hreinu hvaða kaka á að vera jólakakan í ár. Það er ekki hefðbundin jólakaka eins og amma bakaði, með rúsínum og stundum möndludropum, heldur Snickers heilsukaka.

Hún sendi þessa uppskrift út í daglegum frétta- og hvatningarpósti til þeirra sem eru í heilsuræktinni hjá henni og þar rakst ég á hana. Ég fékk í framhaldinu leyfi hjá Guðbjörgu til að birta hana hér, því hún er bæði einföld og fljótleg og getur alveg komið í staðinn fyrir kökur með hveiti, sem margir eru að forðast vegna glútenóþols.

Svona er botninn gerður:
200 gr. döðlur
100 gr.möndlur
100 gr. kókosmjöl
1/2 tsk. vanilluduft eða dropar

  1. Leggið döðlurnar í bleyti í 10 mínútur. Setjið svo allt saman í matvinnsluvél.
  2. Setjið bökunarpappír í form, best ferkantað. Þrýstið svo deiginu vel niður í formið.
  3. Setjið formið í frysti í 10-15 mínútur.

Svona er millilagið gert:

  1. Smyrjið grófu (crunchy” hnetusmjöri yfir botninn.
  2. Setjið formið aftur í frysti í 10-15 mínútur.

Súkkulaðibráðin:

1 dl mjúk kókosolía
1 dl hreint kakó
1/2 dl dökkt agave síróp

  1. Öllu blandað vel saman.
  2. Hellið súkkulaðibráðinni yfir og geymið kökuna í frysti, þar til á að borða hana.
  3. Skorin í bita eftir vild og borin fram.

Mynd: Úr myndasafni Guðbjargar Finnsdóttur

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 332 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar