NAUTAKJÖT Á TEINI OG GRILLSALAT

Hér kemur uppskrift að nautakjöti á teini og sumarlegu grillsalati, frá Ólöfu Einarsdóttur og manni hennar Omry Avrahamí Kryddhúsinu. Þau eru svo miklir snillingar þegar kemur að kryddi og blöndu á því, bæði með kjöti og grænmeti.

STEIN (ENTRECOTE) Á TEINI MEÐ CHIMMICHURRY GRILLSÓSU

Steikarkrydd og chimmichurry

Nautakjötssteikin er skorin í rúmlega munnstóra bita.

Blandið 2-3 tsk af Steikarkryddi frá Kryddhúsinu í 1-2 msk af ólífuolíu og nuddið á kjötið.  (Uppskriftin gerir ráð fyrir 500 gr af kjöti)

Þræðið upp á grillspjót og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst. Saltið og piprið áður en spjótin eru sett á heitt grill.

Einstaklega holl og ljúffeng grillsósa

CHIMMICHURRY GRILLSÓSA:

1 hluti af Chimmichurry kryddblöndu Kryddhússins á móti 3-4 hlutum af ólífuolíu (þessari grænu góðu)
½ tsk vinegear og aðeins salt til að skerpa bragðið

Hrærið allt saman og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður en borið fram.
Þessi grillsósa geymist vel í lokuðu íláti inn í kæli.

Argentína er framleiðir mikið af nautakjöti og þar er chimmichurry grillsósan yfirleitt unnin frá grunni. Við eigum ekki aðgang að sömu jurtur og þeir og því er Chimmichurry kryddblandan frá Kryddhúsinu frábær til að ná fram rétt bragðinu.

Grillsósan er svo notuð með kjötinu þegar búið er að grilla það, eða hún sett á disk og brauði dýft í hana.

Í Argrentínu borða menn gjarnan bakaðar kartöflur með nautakjöti.

GRILLSALAT:

3 stórir tómatar
1 rauð paprika
1 ferskt chili
1 laukur
1-2 hvítlauksgeirar
ólífuolía, salt og pipar.

Allt grænmetið er heilgrillað með hýðinu á. Grillið vel á öllum hliðum.

Þegar þetta er tilbúið takið þá hýðið af grænmetinu, (kjarnhreinsið paprikuna) og skerið allt fínt.

Setjið í skál og dreypið af ólífuolíu saman við, saltið og piprið.

MEGA HOLL SALATDRESSING MEÐ SINNEPSFRÆJUM:

Sinnepsfræ

1 msk sinnepsfræ (mulin i morteli eða með kökukefli en það er mjög auðvelt að mylja fræin )
1 tsk eplaedik
1/2-1 dl ólífuolía (þessi græna, góða)
1 tsk lífrænt hunang
smá sítrónusafi og salt (sjávarsalt) ef vill

Öllu hrært vel saman og hellt yfir ferskt grænt salat.

SINNEPSFRÆ eru ofurfæða og ekki að ástæðulausu. Þau eru auðug af næringarefnum eins og selenium, magnesíum og sinki, svo og omega 3 fitusýrum og járni, B6 vítamíni og fleiri bætandi efnum.

Þau vinna gegn bólgum og gigt og eru bakteríudrepandi svo eitthvað sé nefnt.

Sinnepsfræ eru ekki ný undir sólinni frekar en annað krydd. Þau koma fyrir í 2500 ára indverskum frásögnum um Gautama Buddha og á þau er minnst á í Biblíunni, sem sýnir hve mögnuð þessi fræ eru!

Myndir: Ólöf Einarsdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram