GRÆNN OG GÓÐUR FYRIR HEILSUNA - Guðrún Bergmann

GRÆNN OG GÓÐUR FYRIR HEILSUNA

Á sumrin verða landsmenn almennt ofvirkir. Því valda langir dagar, stuttar nætur og dagsbirta í 24 tíma á sólarhring. Við fyllumst kappi til að fara um fjöll og fyrnindi, stunda alls konar útivist og sækja útihátíðir. Allt reynir þetta á líkamlegt þol okkar.

Þá er mikilvægt að líkaminn haldi styrk sínum þrátt fyrir álagið. Græn ofurfæða, sem bætt er við hefðbundið mataræði, kemur sterk inn á sumrin. Í þessum mánuði er einmitt hægt að fá 15% afslátt af blaðgrænuvökva – eða Liquid Chlorophyll frá NOW í Hverslun.is svo renndu niður greinina og finndu út meira.

30 ÁRA REYNSLA AF BLAÐGRÆNUVÖKVA

Árið 1989 stofnaði ég verslunina Betra Líf, sem þá þótti vera með byltingarkennt vöruúrval. Auk bóka um sjálfsrækt og andleg málefni, seldi ég orkusteina, reykelsi, orkuarmbönd og ýmislegt fleira, sem sjaldséð var í verslunum hér á landi.

Eitt af því sem ég fór fljótlega að flytja inn var fljótandi blaðgrænuvökvi eða Liquid Chlorophyll. Ég var því fyrst til að flytja blaðgrænuvökva til landsins. Nú fæst hann hins vegar frá NOW í öllum helstu matvörumörkuðum og apótekum landsins.

HVAÐ GERIR BLAÐGRÆNUVÖKVA SVONA SPES?

Hann hefur hefur hreinsandi áhrif á líkamann, örvar og styrkir ónæmiskerfið, stuðlar að góðri súrefnisupptöku vöðva og dregur úr bólgum í líkamanum. Ég hef notað hann reglulega í gegnum árin til að vinna bug á þrálátum blöðrubólgutilfellum. Hann virkar þó ekki bara á blöðrubólgur, heldur allar bólgur í líkamanum.

Þótt ég hafi selt Betra Líf árið 1994 hætti ég ekki að taka blaðgrænuvökva. Ég hef því næstum 30 ár reynslu af ágæti hans. Í dag byrja ég hvern dag á því að blanda 1 msk af blaðgrænu út í glas af vatni og drekka á fastandi maga á hverjum morgni. Hann hefur hreinsandi og nærandi áhrif á líkamann.

HVAÐ ER BLAÐGRÆNA?

Blaðgrænan (chlorophyll) er litarefnið sem gefur plöntum græna litinn. Þær nota blaðgrænu ásamt sólarljósi til að taka upp næringarefni sín. Við fáum blaðgrænu í gegnum grænt grænmeti og hveitigras, sem er ríkt af blaðgrænu. Eins er hægt að taka inn bætiefni sem innihalda blaðgrænu eins og til dæmis Liquid Chlorophyll frá NOW.

BÆTIEFNI OFT ÁHRIFARÍKARI EN FÆÐAN

Bætiefni eru oft áhrifríkari en fæðan fyrir líkamann. Blaðgrænan úr grænmeti lifir oft ekki meltingarferlið af, svo líkaminn geti nýtt sér hana. Blaðgrænan í bætiefnum er í reynd chlorophyllin (ekki chlorophyll), sem innihelur kopar, ekki magnesíum, en það hefur sömu eiginleika og blaðgrænan.

Blaðgrænubætiefni styrkja því ónæmiskerfið, sem er eins gott að hafa í lagi ef elta á allar bæjarhátíðir sumarsins. Þau losa líka líkamann við sveppi, eins og candida sveppinn, afeitra blóðið, stuðla að hreinsun þarma og ristils, losa líkamann við slæma lykt eins og andfýlu, auka orku líkamans og eru  talin hindra myndun krabbameina.

BLAÐGRÆNA BÆTIR HEILSUNA Á MARGAN MÁTA

Blaðgrænuvökvi er ekki talinn valda ofnæmisviðbrögðum og allir eiga að geta notað hann. Sumir hætta þó við inntöku vegna þess að blaðgrænan hefur losandi áhrif á hægðir. Það er þó einn af bestu eiginleikum hennar, því þannig stuðlar hún að hreinsun þarma og ristils.

Hægðirnar geta orðið dökkar eða jafnvel grænleitar þegar blaðgrænan er tekin inn, en það er ekkert hættulegt við það. Liturinn stafar af því að blaðgrænan er sterkt litarefni.

Eins og með öll önnur bætiefni sem eiga að styrkja heilsu líkamans er mikilvægt að taka að minnsta kosti 3-4ra mánaða kúr af þeim. Þar sem blaðgrænan er litsterk, er gott að gæta þess að hún slettist ekki á ljósan fatnað þegar verið er að blanda hana við vatn.

Auk þess sem að framan greinir getur þetta græna undraefni haft eftirfarandi áhrif á heilsuna:

1 – BÓLGUMINNKANDI

Mín helsta reynsla af blaðgrænuvökva er að hann dregur úr bólgum. Ég hef notað hann við bráðri blöðrubólgu og hef þá drukkið allt að fjögur glös af honum á fyrsta sólarhring. Hann slær líka á bólgur annars staðar í líkamanum. Jurtaáburðir sem eru grænir að lit eru með blaðgrænu, en þeir eru bæði græðandi og bakteríudrepandi.

2 – BLÓÐUPPBYGGJANDI

Efnafræðileg samsetning blaðgrænunnar er lík hemóglóbíni eða blóðrauða. Það er prótíni sem er nauðsynlegt rauðu blóðkornunum, þar sem það flytur súrefni um mannslíkamann. Rannsóknir sýna að blaðgræna getur nýst til meðhöndlunar á hemóglóbínskorti, svo sem eins og hjá fólki með óútskýrt blóðleysi eða marblæði (thalassemia). Rétt er að geta þess hér að óútskýrt blóðleysi er eitt af helstu einkennum glúten- og mjólkuróþols.

3 – DREGUR ÚR LÍKAMSLYKT

Þung og mikil líkamslykt stafar, eftir því sem ég best veit, yfirleitt af uppsöfnun á úrgangi í ristli og þörmum. Því minnkar hún við inntöku á blaðgrænu. Blaðgrænan hefur nefnilega losandi áhrif á úrgang í þessum líffærum. Þess vegna hafa rannsóknir meðal annars sýnt að líkamslykt hjá eldra fólki á hjúkrunarheimilium minnkar ef það tekur inn blaðgrænu, en hjá þessum hópi fólks er hægðatregða oft algengt vandamál.

4 – AFEITRUN OG KRABBAMEIN

Vísindamenn hafa kannað áhrif blaðgrænu (bæði chlorophyll og chlorophyllin) á krabbamein, þó ennþá aðallega í dýrum. Ein slík rannsókn sýndi að blaðgræna dró úr útbreiðslu lifraræxla um 29-64 prósent og magaæxla um 24-45 prósent. Nýlega hafa einnig verið gerðar tilraunir á fólki, en lítil rannsókn sýndi að blaðgræna getur haft hindrandi áhrif á aflatoxín, en það efnasamband er þekktur krabbameinsvaldur.

VARA MÁNAÐARINS.

Liquid Chlorophyll frá NOW eða blaðgræna er vara mánaðarins í Hverslun.is. Hún er á tilboðsverði með 15% afslætti út maímánuð.

Vegna samstarfs við Hverslun.is mega þeir sem lesa greinarnar mínar líka nota afsláttarkóðann GB19 til að fá 10% afslátt af NOW bætiefnum – en sá afsláttur gildir ekki af vörum á tilboðsverði.

MyndirUnsplash – Marcus Spiske og af vefsíðu NOWfoods.com

Heimildir: www.ncbi.nlm.nih.gov  – www.medicalnewstoday.comwww.healthline.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 256 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar