GRÆNMETISSÚPA SEM VERMIR

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna býður hún okkur upp á
GRÆNMETISSÚPU SEM VERMIR.


Jæja, þá er veturinn kominn með öllum sínum viðvörunum um leiðinda veður hér og þar um landið. Á meðan ég skrifa þennan texta dynur rigningin og rokið á gluggunum hjá mér. Þá er nú notalegt að búa til góða og næringaríka grænmetissúpu sem yljar manni frá toppi til táar. Að kveikja á nokkrum jólaseríum og kertum sem gefa fallega birtu gerir allt miklu betra
þannig að ég tek varla eftir veðrinu lengur. Mæli með því.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

GRÆNMETISSÚPA SEM VERMIR

INNIHALDSEFNI:

1 stór rauðlaukur
1 stór sæt kartafla
1 blómkálshaus
1 1/2-2 rauðar paprikur
1 dós niðursoðnir tómatar
150-200 gr rauðar linsubaunir eða aðrar baunir
3 hvítlauksrif
1 búnt kóríander
2 sveppateningar eða eftir smekk
2 msk Tælensk kryddblanda Kryddhúsið
2 msk Cumin Kryddhúsið
1 tsk Cayenne pipar Kryddhúsið
rifinn börkur af einni sítrónu
1 dós kókosmjólk
salt
olía
4-5 dósir vatn (dósin undan tómötunum)
ristaðar kókosflögur eða kókosmjöl
sýrður rjómi, grísk jógúrt eða kókosmjólk

AÐFERÐ:

1 – Skerið allt grænmetið niður, ekki of gróft.
2 – Setjið vel af olíu í stóran pott og hitið aðeins. Setjið teningana og allt kryddið út í nema kóríanderið og hrærið þar til að allt hefur blandast vel sama (ekki við of háan hita).
3 – Setjið grænmetið út í sem þið hafið skorið niður og veltið vel upp úr kryddinu og steikið í 5-10 mínútur.
4 – Setjið síðan 1 dós af tómötum út í grænmetið ásamt 4-5 dósum af vatni þannig að það flæði næstum því yfir grænmetið. Alltaf hægt að bæta meira vatni við seinna ef þarf.
5 – Setjið þær baunir sem ykkur langar í út í. Ef þið notið baunir úr dós hellið þá safanum af þeim og skolið áður en þið setjið þær út í. Ef þið veljið linsubaunir þá má sjóða þær með grænmetinu en það er mikið af þurrkuðum baunum sem þarf að leggja í bleyti áður en þær eru settar í pottinn.
6 – Leyfið þessu öllu að sjóða í 10-15 mínútur og setjið þá smátt skorinn kóríander út í ásamt kókosmjólkinni.
7 – Rífið að lokum sítrónubörk af einni sítrónu út í og hrærið í.
8 – Sjóðið þangað til ykkur finnst grænmetið vera orðið tilbúið. Mér finnst gott að hafa smá bit í því ekki alveg mauk soðið. Það er líka hægt að mauka hana í lokin með töfrasprota ef þið viljið. Smakkið súpuna til og ef ykkur finnst vanta meira af krydd þá endilega bætið við.

Það er dásamlegt að bera súpuna fram með t.d. sýrðum rjóma, grískri jógúrt eða hella smá kókosmjólk út á. Gott að setja ristað kókosmjöl eða -flögur yfir og kóríander.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram