GRÆNKÁLSPESTÓ

Þessi uppskrift að grænkálspestói er úr bók minni HREINT Í MATINN, en sú bók er nú nærri uppseld, svo ef þú vilt ná þér í eintak þarftu að hafa hraðar hendur á – því hún verður ekki endurprentuð.

Það er sérlega fljótlegt að gera þetta pestó, sem smakkast vel með steiktum eða bökuðum fiski, hrísgrjónapasta, bökum, ofan á glútenlaust kex eins og brauðþynnurnar (hrökkkexið) frá Le Pain des Fleurs eða kringlóttu kexkökurnar frá Mary’s Cone Crackers. Eins hentar það vel á glútenlaust brauð eða sem ídýfa með flögum eins og þaraflögunum frá GimMe.

Grænkálið er grunnur en ef ekki er til steinselja má nota spínat eða aðrar grænar jurtir með því. Til tilbreytingar og frekari bragðbætis má svo setja kryddaðar möndlur út í pestóið J.

 • 1½ bolli rifið grænkál – blaðstilkur skorinn frá
 • ½ bolli steinselja
 • ½ bolli ólífuolía
 • 1 lítið hvítlauksrif
 • safi úr 2 litlum límónum (byrjið á að setja bara safa úr einni, því þær eru missafaríkar)
 • fínt himalajasalt eftir smekk
 • múskat á hnífsoddi
 • ¼ bolli næringarger frá Naturata
 • ¼–½ bolli möndlur
 1. Setjið grænkál, ólífuolíu, hvítlauk, sítrónusafa, salt og næringarger í blandarann og blandið á púls-stillingu þar til blandan er orðin jöfn.
 2. Bætið möndlunum (með eða án hýðis) út í og blandið á púls-stillingu þar til þær eru malaðar í þann grófleika sem óskað er.

Geymist vel í glerkrukku í kæli í 7-10 daga.

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmis konar sjálfsræktarnámskeiðum í 27 ár. Hún er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæplega tveimur og hálfu ári. Næstu námskeið hefjast í janúar og bókun á þau hefst í næstu vku.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 502 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?