GRÆNIR OG GÓÐIR SAFAR

NOKKRIR GRÆNIR OG GÓÐIR SAFAR

Það er sumar og sól og þá er gott að hella í sig grænum safa á morgnana. Nokkur atriði eru  sameiginleg flestum grænum safauppskriftum, en það er gúrka, grænt kál, sítróna eða límóna, engifer og sellerí.

Þó er breytileiki á söfunum alltaf einhver. Hér fylgja nokkrar útgáfur, sem hægt er að leika sér aðeins með. Hlutföllin ráðast af ýmsu, eins og t.d. stærð gúrkunnar, hversu sver engiferbúturinn er og hversu stór sítrónan er. Uppskriftirnar eru þó með hlutföll sem hægt er að styðjast við.

Best er að drekka alla græna safa um leið og þeir hafa verið gerðir. Þeir eru hreinsandi og styrkjandi fyrir líkamann. Engifer og grænu blöðin hvetja lifur til að hreinsa sig. Sítrónur,  límónur og gúrkur ýta undir vatnslosun úr líkamanum. Önnur efni styrkja ónæmiskerfið.

ÞESSI ER MEÐ GRÆNKÁLI

Fyrir 2

2 blöð grænkál, stilkurinn í miðjunni skorinn frá og blöðin rifin smátt

½ sítróna, afhýdd og skorin í báta – best ef hún er lífræn

Ca 1 ½ cm bútur af engifer – afhýddur og skorinn í smærri bita

½ gúrka, þvegin og skorin í bita

1 grænt epli, þvegið, kjarnhreinsað og skorið í bita

2 sellerístilkar, best ef þeir eru lífrænt ræktaðir

2 dl kalt vatn

Blandið vel saman í góðum blandara. Sigtið safann ef þið viljið ekki hratið.

ÞESSI ER MEÐ SPÍNATKÁLI

Fyrir 2

2 bollar þvegið spínat eða spínatkál

Handfylli af steinselju – laufum og stilkum

1 meðalstórt grænt epli, þvegið og kjarninn fjarlægður

1 stór gúrka – skorin langsum og fræhreinsuð og svo skorin í bita

2-2 ½ cm biti af engifer, eftir því hversu sterkur safinn á að vera

1 meðalstór sítróna, afhýdd og skorin í báta

Blandið vel saman í góðum blandara. Sigtið safann ef þið viljið ekki hratið.

ÞESSI ER MEÐ ANANAS

Fyrir 4

1 ½ bolli ananabitar, ferskir eða frosnir

1 pera, afhýdd og kjarnhreinsuð, skorin í bita

6 stór grænkálsblöð, stilkar í miðju blaðinu skornir úr og blöðin rifin í minni bita

1 bolli brokkolíblóm,

1 handfylli af þvegnu spínati eða spínatkáli

1 stór gúrka, skorin eftir endilöngu, kjarhreinsuð og skorin í bita

4 sellerístilkar, þvegnir og skornir í bita

2 ½ cm bútur af engifer, afhýddur og skorinn í minni bita

1 avókadó, afhýtt og steinninn tekinn úr

Blandið vel saman í góðum blandara. Sigtið safann ef þið viljið ekki hratið.

 

ÞESSI ER MEÐ BANANA OG BERJUM

Fyrir 1

1-2 handfylli af þvegnu spínatkáli

1 bolli frosin bláber

1 lífrænt ræktaður banani

Handfylli af frosnum eða ferskum hindberjum

Ca 2 dl vatn

Öllu blandað saman í blandara eins og t.d. Nutribullet. Á ekki að þurfa að sigta.

Mynd: CanStockPhoto – tvirbickis – schenkArt

Guðrún býður upp á HREINT MATARÆÐI SumarNETnámskeið á einstöku tilboðsverði fyrir þá sem skrá sig fyrir 20. júní. Á síðustu fjórum árum hafa tæplæga 1.600 manns sótt námskeiðin sem skilað hafa frábærum árangri.
SMELLTU HÉR til að lesa meira og kanna hvort sumarið sé rétti tíminn til að bæta heilsuna þína!

 

 

 

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram