GÖMUL SANNINDI OG NÝ

Meginefni greinarinnar:

  • Maturinn er eldsneyti líkamans og því skiptir máli hvaða eldsneyti við setjum í hann.
  • Breytt mataræði dregur úr bólgum og slími í líkamanum.
  • Í september eru HREINT MATARÆÐI námskeiðin á 3 stöðum á landinu.

Greinarhöfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með mér daglega á Facebook eða skráðu þig á PÓSTLISTANN


GÖMUL SANNINDI OG NÝ

Það eru gömul sannindi og ný – þótt margir vilji ekki viðurkenna það – að mataræði okkar skiptir miklu máli. Maturinn sem við neytum er eldsneyti líkamans. Líkaminn umbreytir því eldsneyti í næringu fyrir frumur, bein, vöðva og allt annað sem næra þarf til að viðhalda sterkum og heilbrigðum líkama. Líkamlega vanlíðan eða veikindi eru oft ein helsta ástæða þess að fólk ákveður að grípa til róttækra aðgerða og breyta alfarið um mataræði og lífsstíl.

Ótal reynslusögur sanna okkur að óþægindi eins og bólgur við liðamót, bjúgur, verkir í öxlum og hálsi, höfuðverkir, slím í nefgöngum og ýmislegt annað hverfur með breyttu mataræði, eins og eftirfarandi ummæli tveggja af tæplega átta hundruð þátttakendum á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum sýna:

“Húðin er sléttari og mýkri, meltingin hefur lagast, andleg líðan betri og ég upplifi meiri hugarró og jafnvægi. Er með mun meiri orku og skýrari hugsun.” – A.H.

“Mýkri og sléttari húð, hætt að nota nefúða því slímmyndun minnkaði. Hægðir reglulegar og blóðþrýstingur lægri. Sykurlöngun engin og mun meiri orka og skýrari hugsun. Hætt að kæfa tilfinningar með mat. Mjög þakklát fyrir þennan flotta árangur.” – H.K.S.

FÉLAGSLEGI ÞÁTTURINN
Mörgum finnst þó flókið að breyta um mataræði, einkum vegna þess að matur tengist svo mörgum félagslegum þáttum. Þú sest niður með vinum þínum, vinnufélögum eða fjölskyldu til að borða og spjalla – og þar sem við erum hópsálir, hvað sem hver segir um það, viljum við gjarnan falla inn í hópinn. Því borðum við oft eitthvað sem er ekki það besta fyrir okkur, bara til að skera okkur ekki úr hópnum eða vera til vandræða með sérþarfirnar.

HVÍLD OG ENDURNÝJUN FYRIR LÍKAMANN
Stundum er þó gott að taka sér tíma til að hvíla líkamann og leyfa honum að gera við sig og endurnýja með breyttu mataræði. HREINT MATARÆÐI námskeiðin hafa einmitt gefið fólki þetta svigrúm og leitt til þess að í lok tuttugu og fjögurra daga ferlis líður fólki mun betur bæði andlega og líkamlega. Um leið hefur verið lagður grunnur að beyttum lífsstíl.

Í september er hægt að skrá sig á HREINT MATARÆÐI námskeið á þremur stöðum á landinu, Grundarfirði, Reykjavík og Akureyri. SMELLTU HÉR ef þú vilt kanna málið nánar til bæta heilsuna þína.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Mynd: Shutterstock

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram