GÓÐIR HLUTIR SEM GERÐIR ERU AFTUR OG AFTUR…

GÓÐIR HLUTIR SEM GERÐIR ERU AFTUR OG AFTUR…

Fólk kvartar gjarnan yfir endurtekningum eða því að þurfa að gera aftur og aftur sömu hlutina ef það er að gera breytingar hjá sér. Staðreyndin er samt sú að frábær árangur næst þegar við gerum góða hluti aftur og aftur.

„ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN“

Þessi ágæti málsháttur segir allt. Hlauparar ná árangri með því að hlaupa dag eftir dag, til að ná betri tækni og betri tíma.

Hástökkvarar æfa sig aftur og aftur í að stökkva til að ná að stökkva hærra og hærra. Hjólreiðamenn æfa sig dag eftir dag í að hjóla til að styrkja vöðva og ná betri árangri.

Við getum bætt við sundi, lyftingum, jóga, matseld (Ísland var að vinna Gull fyrir nokkrum dögum í Evrópukeppni), hárgreiðslu, öllum iðngreinum…

Það er alveg saman hvað við gerum, við verðum betri með því að gera aftur og aftur sömu hlutina með smá breytingum eftir því sem við lærum meira.

AF HVERJU VERÐUR HEILSAN ÚTUNDAN?

Hið sérkennilega er að þegar kemur að heilsunni, er fólk oft tregt til að endurtaka aftur og aftur það sem skilar góðum árangri.

Skyndilausnir verða þá oft málið og svo verður fólk undrandi ef fjögurra eða sjö daga safakúrinn skilar ekki viðvarandi árangri.

Samt er heilsan það mikilvægasta sem við eigum og einungis með því að endurtaka aftur og aftur góða hluti, getum við viðhaldið góðri heilsu og varið líkama okkar fyrir ótímabærri öldrun, hrörnunarsjúkdómum eða lífsstílssjúkdómum.

GÓÐIR HLUTIR SKILA ÁRANGRI

Fyrir tíu árum síðan var ég nánast við dauðans dyr, eftir að hafa gersamlega yfirkeyrt mig með of mikilli vinnu og of lítilli umhyggju. Mér tókst að snúa ferlinu við, með því að gera góða hluti aftur og aftur. Á tveimur árum náði ég upp góðri heilsu á ný.

Fyrir fimm og hálfu ári kynntist ég HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum. Ég var svo ánægð með árangurinn, eftir að hafa farið í gegnum hann sjálf  (reyndar í 8 vikur), að ég hef nú í fimm ár verið með stuðningsnámskeið fyrir þá sem vilja með hreinsikúrnum leggja grunn að góðri heilsu.

Þótt ég styðjist í grunninn við leiðbeiningar úr samnefndri bók eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger á námskeiðum mínum, bæti alltaf við umfjöllun um blóðflokkamataræðið og reyndar ýmislegt fleira.

BLÓÐFLOKKURINN STÝRIR ÖLLU

Ég þýddi fyrir rúmum tuttugu árum og gaf út bækurnar um blóðflokkamataræðið og tel það vera besta og sértækasta mataræði sem ég hef kynnst – og hef ég kynnt mér þau mörg í gegnum tíðina.

Í fimm og hálft ár hef ég fylgt grunnreglum blóðflokkamataræðisins fyrir minn blóðflokk, fastað í 12 tíma á sólarhring og farið í gegnum tuttugu og eins dags hreinsikúr minnst tvisvar á ári. Hreinsun líkamans er svona eins og hreinsun á húsnæði – annað slagið þarf að taka verulega vel til.

Samhliða þessu hef ég daglega tekið inn NOW bætiefni, mismunandi eftir árstíma og álagi, en alltaf einhver sem styrkja og efla ónæmiskerfi mitt.

Svo spyr fólk af hverju ég sé svona orkumikil og líti svona vel út – svona miðað við aldur og fyrri störf.

Svarið er einfalt. Ég geri góða hluti aftur og aftur, sem leiða til frábærs árangurs.

Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið byrjar 9. mars. Skráning hefst 24. febrúar með sérstöku afsláttartilboði. Er ekki komið að þér að fara að gera góða hluti?

Mynd: Anupam Mahapatra

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram