GLÚTENLAUS BRÚNKAKA

Ég hef setið við skrif á næstu bók nú um páskana og ákvað að deila einni uppskrift úr henni með ykkur. Í þessa brúnköku eru notaðar aduki baunir í staðinn fyrir mjög, en þær eru uppáhaldsbaunirnar mínar. Það tekur bara örstutta stund að hræra í hana, þegar baunirnar eru soðnar, en svo má líka kaupa soðnar baunir í dós í hana. Ef þú sýður baunirnar sjálf/sjálfur er best að láta þær liggja í bleyti í ca 6-8 tíma fyrir suðu, en suðan tekur um 30-40 mínútur. Ég sýð gjarnan vænan skammt af baununum, deili svo því sem efir er með því að mæli í 1 ¼ bolla og setja í plastpoka og frysti. Hvort sem ég ætla að nota þær í þessar brúnkökur eða sem hluta af máltíð með t.d. hrísgjónum og gænmeti er auðvelt að afþýða þær með því að setja heitt vatn úr krananum í pott, stinga pokanum ofan í hann (ekki láta fljóta yfir) og þá afþýðast baunirnar á skammri stundu.

1 ¼ bolli soðnar aduki baunir (stundum skrifað adzuki)
½ bolli steinlausar döðlur, látnar liggja í bleyti í ca 10 mín í heitu vatni
2 tsk vanilludropar frá Ellyndale
½ tsk fínt himalajasalt
1 msk mulin hörfræ
1/3 bolli sykurlaust kakóduft frá Naturata
4 msk extra jómfrúar ólífuolía frá Himneskri hollustu
2 egg – eða samsvarandi magn af eggjalíki fyrir þá sem eru með ofnæmi
1 rönd af 85% súkkulaði, t.d. Cavalier Dark Berries, góft söxuðu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C á blæstri. Fóðrið ferkantað bökunarform 20×20 cm (fæst í Nettó) með bökunarpappír og smyrjið pappírinn með olíu að eigin ósk.
  2. Setjið baunirnar og döðlurnar, sem vatni hefur verið sigtað frá, í skál og maukið saman með töfrasprota, þar til deigið er slétt og samfellt.
  3. Bætið hinum innihaldsefnunum út í skálina og blandið vel saman með töfrasprotanum.
  4. Hellið deiginu í formið og dreifið súkkulaðibitunum ofan á það. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þið finnið að hún er bökuð þegar þið ýtið ofan á hana.
  5. Takið formið úr ofninum og látið það kólna á bökunarrist í 10 mínútur. Takið svo kökuna úr forminu og skerið í litla ferkantaða bita.

Njótið vel! 🙂
Bökurnarkveðja
Guðrún

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur

Meira en hreint

Hin umbreytta kona

Lifrarhreinsun

Stjörnukort

Einkaráðgjöf

Skráðu þig á PÓSTLISTANN

Deila áfram