GLÚTENLAUS BRÚNKAKA

Ég hef setið við skrif á næstu bók nú um páskana og ákvað að deila einni uppskrift úr henni með ykkur. Í þessa brúnköku eru notaðar aduki baunir í staðinn fyrir mjög, en þær eru uppáhaldsbaunirnar mínar. Það tekur bara örstutta stund að hræra í hana, þegar baunirnar eru soðnar, en svo má líka kaupa soðnar baunir í dós í hana. Ef þú sýður baunirnar sjálf/sjálfur er best að láta þær liggja í bleyti í ca 6-8 tíma fyrir suðu, en suðan tekur um 30-40 mínútur. Ég sýð gjarnan vænan skammt af baununum, deili svo því sem efir er með því að mæli í 1 ¼ bolla og setja í plastpoka og frysti. Hvort sem ég ætla að nota þær í þessar brúnkökur eða sem hluta af máltíð með t.d. hrísgjónum og gænmeti er auðvelt að afþýða þær með því að setja heitt vatn úr krananum í pott, stinga pokanum ofan í hann (ekki láta fljóta yfir) og þá afþýðast baunirnar á skammri stundu.

1 ¼ bolli soðnar aduki baunir (stundum skrifað adzuki)
½ bolli steinlausar döðlur, látnar liggja í bleyti í ca 10 mín í heitu vatni
2 tsk vanilludropar frá Ellyndale
½ tsk fínt himalajasalt
1 msk mulin hörfræ
1/3 bolli sykurlaust kakóduft frá Naturata
4 msk extra jómfrúar ólífuolía frá Himneskri hollustu
2 egg – eða samsvarandi magn af eggjalíki fyrir þá sem eru með ofnæmi
1 rönd af 85% súkkulaði, t.d. Cavalier Dark Berries, góft söxuðu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C á blæstri. Fóðrið ferkantað bökunarform 20×20 cm (fæst í Nettó) með bökunarpappír og smyrjið pappírinn með olíu að eigin ósk.
  2. Setjið baunirnar og döðlurnar, sem vatni hefur verið sigtað frá, í skál og maukið saman með töfrasprota, þar til deigið er slétt og samfellt.
  3. Bætið hinum innihaldsefnunum út í skálina og blandið vel saman með töfrasprotanum.
  4. Hellið deiginu í formið og dreifið súkkulaðibitunum ofan á það. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þið finnið að hún er bökuð þegar þið ýtið ofan á hana.
  5. Takið formið úr ofninum og látið það kólna á bökunarrist í 10 mínútur. Takið svo kökuna úr forminu og skerið í litla ferkantaða bita.

Njótið vel! 🙂
Bökurnarkveðja
Guðrún

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram