GLÚTEN ER VÍÐA AÐ FINNA

Ég ligg þessa dagana yfir bók Davids Perlmutter The Grain Brain, sem hann skrifar með Kristin Loberg. Perlmutter er taugasérfræðingur og hefur jafnframt numið náttúrulækningar, en í bók sinni fjallar hann mikið um glútenóþol og tengslin á milli þess og taugasjúkdóma. Talað er um að allt að 300 sjúkdómseinkenni megi rekja til glútenóþols og hér eru nokkur þeirra: Síþreyta – Hárlos – Lið- eða beinverkir – Pirringur – Iðraólga – Úthaldsleysi – Húðvandamál eða exem – Sjálfsónæmissjúkdómar – Höfuðverkir – Kviðverkir – Þyngdaraukning eða þyngdartap – Meltingarvandamál – Kviðverkir – Heilaþoka – Kvíði eða þunglyndi.

LÍMIÐ Í GLÚTENI
Glúten – sem er latneska orðið fyrir “lím” – er próteinsamsetning sem virkar eins og lím og heldur mjöli saman í alls konar bökunarvörum og pitsum. Þegar þú bítur í nýbakað brauðmeti, sem er mjúkt en jafnframt örlítið seigt og teygjanlegt er það vegna glútensins sem í mjölinu er. Glútenið gerir það meðal annars að verkum að brauðdeig hefar sig, þegar mjölinu er blandað við ger.

Glúten er ekki bara að finna í hveiti, því það er einnig í rúgmjöli, byggi, spelti, kamút og búlgúr. Glúten er algengasta íblöndunar- eða fylliefni í heiminum í dag, því það er ekki bara notað í unnar matvörur, heldur einnig í ýmsar snyrtivörur. Þar sem það er gott bindiefni gerir það smurosta og ýmsar smyrjur, eins og smjörlíki, mjúkar og þéttar og það kemur í veg fyrir að sósur hlaupi í kekki. En glúten er líka að finna í hárnæringu sem á að þykkja hárið og í augnaháralit (mascara) sem á það byggja upp augnahárin og gera þau þykk. Einnig er það notað sem fylliefni í lyf og við framleiðslu ótal annarra vörutegunda.

NORÐUR-EVRÓPUBÚAR NÆMIR FYRIR GLÚTENI
David Perlmutter gerir ákveðinn greinarmun á glútenóþoli og celiac sjúkdómnum, sem hann segir að sé öflugri útgáfa af glútenóþoli, en þá hafa ofnæmisviðbrögðin gegn glúteni valdið miklum skaða á smáþörmum.

Samkvæmt rannsóknum hans getur glútenóþol erfst og er fólk frá norðurhluta Evrópu sérlega næmt fyrir því. Hann telur lykilatriðið í skilningi á glútenóþoli vera að gera sér grein fyrir að það getur lagst á hvaða líffæri í líkamanum sem er, jafnvel þótt það komi ekki fram í smáþörmum. Svo þótt fólk sé ekki greint með celiac sjúkdóminn, gætu aðrir hlutar líkamans, þar með talinn heilinn, verið í hættu hjá þeim einstaklingum sem eru með glútenóþol.

Grunnur að bólguminni líkama, glútenlausum lífsstíl og meiri orku er lagður á námskeiðum mínum HREINT MATARÆÐI. Skráning er hafin á næsta námskeið sem hefst 18. apríl.

Heimildir: 2. kafli bókarinnar The Grain Brain eftir David Perlmutter og Kristin Loberg
Mynd: Can Stock Photo / baibaz

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?