Ég ligg þessa dagana yfir bók Davids Perlmutter The Grain Brain, sem hann skrifar með Kristin Loberg. Perlmutter er taugasérfræðingur og hefur jafnframt numið náttúrulækningar, en í bók sinni fjallar hann mikið um glútenóþol og tengslin á milli þess og taugasjúkdóma. Talað er um að allt að 300 sjúkdómseinkenni megi rekja til glútenóþols og hér eru nokkur þeirra: Síþreyta – Hárlos – Lið- eða beinverkir – Pirringur – Iðraólga – Úthaldsleysi – Húðvandamál eða exem – Sjálfsónæmissjúkdómar – Höfuðverkir – Kviðverkir – Þyngdaraukning eða þyngdartap – Meltingarvandamál – Kviðverkir – Heilaþoka – Kvíði eða þunglyndi.
LÍMIÐ Í GLÚTENI
Glúten – sem er latneska orðið fyrir “lím” – er próteinsamsetning sem virkar eins og lím og heldur mjöli saman í alls konar bökunarvörum og pitsum. Þegar þú bítur í nýbakað brauðmeti, sem er mjúkt en jafnframt örlítið seigt og teygjanlegt er það vegna glútensins sem í mjölinu er. Glútenið gerir það meðal annars að verkum að brauðdeig hefar sig, þegar mjölinu er blandað við ger.
Glúten er ekki bara að finna í hveiti, því það er einnig í rúgmjöli, byggi, spelti, kamút og búlgúr. Glúten er algengasta íblöndunar- eða fylliefni í heiminum í dag, því það er ekki bara notað í unnar matvörur, heldur einnig í ýmsar snyrtivörur. Þar sem það er gott bindiefni gerir það smurosta og ýmsar smyrjur, eins og smjörlíki, mjúkar og þéttar og það kemur í veg fyrir að sósur hlaupi í kekki. En glúten er líka að finna í hárnæringu sem á að þykkja hárið og í augnaháralit (mascara) sem á það byggja upp augnahárin og gera þau þykk. Einnig er það notað sem fylliefni í lyf og við framleiðslu ótal annarra vörutegunda.
NORÐUR-EVRÓPUBÚAR NÆMIR FYRIR GLÚTENI
David Perlmutter gerir ákveðinn greinarmun á glútenóþoli og celiac sjúkdómnum, sem hann segir að sé öflugri útgáfa af glútenóþoli, en þá hafa ofnæmisviðbrögðin gegn glúteni valdið miklum skaða á smáþörmum.
Samkvæmt rannsóknum hans getur glútenóþol erfst og er fólk frá norðurhluta Evrópu sérlega næmt fyrir því. Hann telur lykilatriðið í skilningi á glútenóþoli vera að gera sér grein fyrir að það getur lagst á hvaða líffæri í líkamanum sem er, jafnvel þótt það komi ekki fram í smáþörmum. Svo þótt fólk sé ekki greint með celiac sjúkdóminn, gætu aðrir hlutar líkamans, þar með talinn heilinn, verið í hættu hjá þeim einstaklingum sem eru með glútenóþol.
Grunnur að bólguminni líkama, glútenlausum lífsstíl og meiri orku er lagður á námskeiðum mínum HREINT MATARÆÐI. Skráning er hafin á næsta námskeið sem hefst 18. apríl.
Heimildir: 2. kafli bókarinnar The Grain Brain eftir David Perlmutter og Kristin Loberg
Mynd: Can Stock Photo / baibaz
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025