GLÚTAÞÍON ER EITT ÖFLUGASTA ANDOXUNAREFNIÐ

Glutathione (glútaþíon á ísl.) er eitt af þessum bætiefnum, sem flestir vita lítil deili á. Það er þó talið eitt öflugasta andoxunarefni sem til er. Á vefsíðu University Health News, sem er síða sem fjallar um það allra nýjasta frá helstu háskólum Bandaríkjanna segir meðal annars um Glutathione: „Glutathione er svo öflugt að vísað hefur verið til þess sem móður allra andoxandi bætiefna.“

Oxandi streituáhrif myndast í líkamanum þegar ójafnvægi er á milli framleiðslu á frjálsum stakeindum og getu líkamans til að vinna á þeim. Mikið af oxandi streituáhrifum geta verið fyrirrennari fjölda sjúkdóma. Má þar meðal annars nefna krabbamein og liðagigt. Glútaþíon bægir oxandi streituáhrifum frá og getur þar með dregið úr líkum á sjúkdómum.

MINNKAR MEÐ ALDRINUM

Líkaminn framleiðir sjálfur glútaþíon andoxunarefnið í frumum sínum. Það er að mestu samsett úr þremur amínósýrum, L-glutamine, L-glycine og L-cysteine. Glútaþíon eyðist hins vegar upp þegar það er útsett fyrir eiturefnum eins og í sígarettureyk og öðrum mengandi efnum, lyfseðilsskyldum lyfjum eða þegar líkaminn er undir miklu streituálagi.

Ég segi alltaf að það sé dálítill galli að líkaminn skuli draga úr framleiðslu ýmissa mikilvægra efna eins og glútaþíons þegar hann eldist. Þegar glútaþíon í líkamanum minnkar aukast líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, svo og heilablóðfalli. Við rannsóknir kemur oft í ljós að fólk sem er með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma hefur lágt glútaþíongildi í líkamanum. Einnig hefur það sýnt sig við rannsóknir að börn með einhverfu eru með lágt glútaþíongildi.

ÁVINNINGUR AF GLÚTAÞÍON BÆTIEFNI

Í Glutathione hylkjunum frá NOW eru glútaþíon peptíð mólekúl sem samanstanda af amínósýrunum þremur: cysteine, glutamine og glycine. Að auki er í blöndunni mjólkurþistill sem talinn er stuðla að endurnýjun frumna í lifur og Alhpa Lypoic sýrur sem virka vel á ýmsar taugaskemmdir.

Auk þess sem þegar hefur komið fram í greininn fylgja hér upplýsingar um frekari ávinningi af því að hafa hátt glútaþíongildi í líkamanum.

DREGUR ÚR FRUMUSKEMMDUM Í LIFUR

Frumudauði í lifur getur aukist sé skortur á andoxunarefnum í líkamanum, þar með talið skortur á glútaþíóni. Þetta getur leitt til fitulifrar, bæði hjá þeim sem misnota áfengi og þeim sem slæmir eru t.d. af candida sveppasýkingu. Rannsóknir sýna að glútaþíon eykur magn prótína, ensíma og gallrauða (bilirúbín) í blóði einstaklinga sem greindir hafa verið með fitulifur.

Glútaþíon hefur þann eiginleika að geta bundist skaðlegum efnum í líkamanum og gert þau óvirk. Á það meðal annars við um þungmálma sem geta setið í lifur. Glútaþíon er ekki bara gott andoxunarefni eitt og sér, heldur eykur það einnig endurvinnslu á öðrum andoxunarefnum eins og til dæmis E-vítamíni. Þeir sem eru með lágt gildi af glútaþíoni í líkamanum hafa ekki eins mikla virkni til hreinsunar á lifur og aðrir. Þeir sem lent hafa í myglusvepp ættu endilega að láta mæla glútaþíongildin hjá sér.

EYKUR INSÚLÍNNÆMI OG FITUBRENNSLU

Með aldrinum framleiðir fólk minna af glútaþíoni. Vísindamenn við Baylor School of Medicine könnuðu hlutverk glútaþíons í þyngdarstjórnun og insúlínnæmi í eldra fólki. Í ljós kom að lágt gildi glútaþíons tengdist hægari fitubruna og meiri fitusöfnun. Þegar glútaþíonmagn jókst við inntöku bætiefna, sem gerðist þá á innan við tveimur vikum, batnaði insúlínnæmið og fitubrennslan jókst.

GETUR UNNIÐ GEGN SJÁLFSOFNÆMISSJÚKDÓMUM

Þær krónísku bólgur sem orsakast af sjálfsónæmissjúkdómum geta aukið oxandi streituáhrif í líkamanum. Meðal sjálfsónæmissjúkdóma má nefna liðagigt, glútenóþol og lúpus. Rannsóknir sýna að glútaþíon dregur úr oxandi streituáhrifum með því ýmist að örva eða draga úr ónæmissvari líkamans.

Sjálfsónæmissjúkdómar ráðast á mítókondruna (orkuframleiðsluhluta frumunnar) í ákveðnum frumum. Glútaþíon stuðlar að verndun mítókondrunnar með því að eyða frjálsum stakeindum.

DREGUR ÚR OXANDI EYÐILEGGINGU Í BÖRNUM MEÐ EINHVERFU

Nokkrar rannsóknir, svo og klínískar prófanir sem fjallað er um í Medical Science Monitor, gefa til kynna að börn með einhverfu séu með meira af oxandi skemmdum og minna magn af glútaþíoni í heila en önnur börn. Það eykur á frekari líkur á taugaskemmdum hjá þeim, meðal annars frá efnum eins og kvikasilfri.
(Athugasemd greinarhöfundar: Kvikasilfur er notað sem rotvarnarefni í mörgum bóluefnum.)

DREGUR ÚT ÁHRIFUM ÓMEÐHÖNDLAÐRAR SYKURSÝKI

Langtíma hækkun á blóðsykri er tengd minna magni af glútaþíoni í líkamanum, sem getur leitt til oxandi streituáhrifa og vefjaskemmda. Rannsóknir hafa sýnt að fæðubótarefni með L-cysteine og L-glycine jók glútaþíonmagnið. Jafnframt dró úr oxandi streituáhrifum og eyðileggingu í líkömum fólks með ómeðhöndlaða sykursýki, þrátt fyrir hátt sykurmagn í blóði.

Neytendaupplýsingar: Fæst í Nettó, í H-verslun, Lynghálsi 13 og á www.hverslun.is og í Fjarðarkaupum

Mynd: Can Stock Photo / Eraxion

Heimildir: Universityhealthnews.comHealthline.com
Kafli Matthildur Þorláksdóttur náttúrulæknis í bókinni HREINN LÍFSSTÍLL