GINKGO BILOBA ER ÖFLUG LÆKNINGAJURT

Í þúsundir ára hafa blöðin af Ginkgo Biloba trjánum verið notað til lækninga hjá Kínverjum. Trén eru stundum kölluð musteristré, vegna þess að þau voru ræktuð í musterisgörðunum hér áður fyrr og þar er þau enn að finna.

Ginkgo Biloba er meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt. En hvað gerir laufið af þessum trjám fyrir heilsuna?

BÆTIR MINNIÐ OG SKERPIR HUGANN

Ginkgo Biloba hefur í raun blóðþynnandi eiginleika og eykur þess vegna blóðflæði bæði til heilans og útlima eins og handa og fóta. Einnig virkar það sem andoxunarefni í líkamanum, en hér á eftir fylgja upplýsingar um helstu heilsubætandi eiginleika Ginkgo Biloba

1 – ÖFLUGUT ANDOXUNAREFNI

Ginkgo býr yfir miklu magni af flavoníðum og terpeníðum, en þessi efni eru þekkt fyrir öfluga andoxandi eiginleika sína. Andoxunarefni slá á eða gera eyðileggjandi áhrif frjálsra stakeinda hlutlaus.

Frjálsar stakeindir eru öflug viðbragðsefni sem framleidd eru í líkamanum á meðan á eðlilegri meltingu stendur, eins og meðan fæði er umbreytt í orku eða afeitrandi efni. Jafnframt hafa frjálsar stakeindir getu til að skemma heilbrigða vefi og stuðla þannig að hraðari öldrun og þróun sjúkdóma.

2 – GOTT VIÐ HÖFUÐVERKJUM OG MÍGRENI

Í hefðbundnum kínverskum lækningum er Ginkgo mikið notað til að meðhöndla höfuðverki og mígreni. Þar sem Ginkgo Biloba býr yfir eiginleikum sem draga úr bólgum virkar það til dæmis vel á alla steitutengda höfuðverki. Þar sem Ginkgo Biloba býr einnig yfir þeim eiginleikum að hafa útvíkkandi áhrif á æðarnar og virkar því vel ef höfuðverkirnir eru sprottnir af of hægu blóðflæði.

3 – DREGUR ÚR BÓLGUM

Bólgur eru eðlilegt viðbragð líkamans við meiðslum eða innrás óvinveittra efna. Líkaminn kallar til marga þætti ónæmiskerfisins til að bregðast við bólgum og berjast við innrásaraðilann eða ráða niðurlögum bólgunnar.

Sumir krónískir sjúkdómar geta leitt til bólguviðbragða, þótt hvorki sé til að dreifa veikindum eða meiðslum. Með tímanum geta þessar miklu bólgur valdið viðvarandi skaða á vefjum líkamans og DNA-inu. Áralangar rannsóknir sýna að Ginkgo dregur úr bólgumerkjum sem tengjast ýmsum sjúkdómum.

4 – BÆTIR BLÓÐFLÆÐIÐ OG HJARTAHEILSUNA

Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði voru fræin af Ginkgo trénu notuð til að opna “orkufarvegi” að mismunandi líffærakerfum, þar á meðal nýrum, lifur, heila og lungum.

Rannsóknir benda til þess að Ginkgo hafi verndandi áhrif á hjartaheilsuna, svo og heilsu heilans og geti komið í veg fyrir heilablóðfall. Vegna þeirra útvíkkandi eiginleika Ginkgo á æðarnar, hefur það góð áhrif á alla sjúkdóma sem tengjast lélegu blóðflæði, meðal annars lélegt blóðflæði í fótleggjum.

Bandaríski læknirinn Dr. Andrew Weil segir Ginkgo vera eina bætiefni og í raun eina efnið sem skili árangri í meðhöndlun á Raynaud’s sjúkdómnum, en hann lýsir sér sem dofi eða mikill kuldi í fingrum og stundum tám líka.

5 – HÆGIR Á FRAMGANGI HEILABILUNAR

Ginkgo Biloba hefur oft verið rannsakað vegna eiginleika þess til að draga úr kvíða, steitu og öðrum einkennum sem tengjast Alzheimer’s sjúkdómnum og aldurstengdri heilabilun.

Ginkgo Biloba hefur verið notað til að meðhöndla þá sem komnir eru með merki um heilabilun eða Alzheimer’s sjúkdóminn. Það virðist hægja á framgangi heilabilunareinkenna, einkum ef þau eru talin tengjast æðahrörnunarsjúkdómum.

6 – EFLIR HEILASTARFSEMI OG ALMENNA VELLÍÐAN

Vísindamenn hafa rannsakað Ginkgo Biloba og áhrif þess á ýmis heilsufarsvandamál eins og ADHD, þunglyndi og önnur geðræn vandamál, MS og eyrnasuð tengt æðakerfinu. Nokkrar rannsóknir sýna að þegar Ginkgo Biloba er notað eykur það hugræn afköst og almenna vellíðan, auk þess sem það bætir minni, einbeytingu og athygli.

7 – DREGUR ÚR EINKENNUM TÍÐAHVARFA

Rannsóknir hafa sýnt að Ginkgo Biloba getur dregið verulega úr bæði líkamlegum og sálrænum einkennum, sem oft fylgja tíðahvörfum hjá konum. Þar sem Ginkgo eykur blóðflæði til heilans er það einnig talið verndandi fyrir konur og draga úr líkum á heilabilun, en við tíðahvörf dregur verulega úr framleiðslu estrógens, sem leiðir til minnkunar á boðefnum til taugafrumna í heila.

8 – EYKUR KYNORKUNA

Þar sem Ginkgo hefur þá eiginleika að virka útvíkkandi á æðarnar og auka þar með blóðflæði um líkamann er það talið gott til meðhöndlunar á risvandamálum og skorts á kynlöngun.

ER HÆGT AÐ FÁ GINKGO Í GEGNUM FÆÐUNA?

Eina uppsetta Ginkgo Biloba er musteristréð. Flest Ginkgo bætiefni eru því unnin úr laufum þess. Fræin af Ginkgo trénu geta verið hættuleg, einkum ef þau eru hrá. Almennt eiga allir að geta neytt Ginkgo Biloba bætiefnisins. Einstaka aðilar geta þó fengið höfuðverk, svima eða önnur einkenni við inntöku.

Þeir sem eru á blóðþynningarlyfjum, eru á leið í uppskurð, eru með sykursíki, flogveiki eða frjósemisvandamál ættu ekki að taka Ginkgo Biloba nema í samráði við lækni.

Neytendaupplýsingar: Ginkgo Biloba bætiefnið frá NOW fæst nú með 25% afslætti á vítamíndögum í Nettó og Fræinu í Fjarðarkaupum.

Mynd: CanStockPhoto/nenovbrothers

Heimildir: www.livestrong.comwww.webmd.comwww.healthline.com 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 517 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?