GERANIUM ILMKJARNAOLÍAN VIRKAR Á MARGA VEGU

MEGINEFNI GREINARINNAR:

  • Geranium ilmkjarnaolían býr yfir fjölþættum eiginleikum
  • Hún getur dregið úr hrukkum, bólgum og örum á húð eftir bólur eða skuraðgerðir
  • Hún virkar örvandi á hugann og dregur úr bólgum í taugabrautum sem leiða til Alzheimer’s

Höfundur: Guðrún Bergmann

Fylgstu með daglegum póstum á Facebook eða skráðu þig í Heilsuklúbbinn


GERANIUM ILMKJARNAOLÍAN VIRKAR Á MARGA VEGU

Ég fjallaði aðeins um ilmkjarnaolíur í síðustu grein minni og minntist í stuttu máli á ýmislegt sem Geranium olían virkar vel á, en olíuna er hægt að nota á ýmsan hátt til heilunar á líkamanum. Þegar þið lesið þessa grein getið svona rétt ímyndað ykkur hvaða olía var í ilmolíulampanum mínum og fyllti vit mín á meðan ég vann að henni og bætti væntanlega heilsu mína í leiðinni.

En hér koma frekari upplýsingar um þessa mögnuðu olíu.

15 MISMUNANDI LEIÐIR TIL AÐ NOTA GERANIUM OLÍU


Það virðist fátt vera sem þessi olía getur ekki bætt, allt frá því að draga úr hrukkum í andliti, styrkja vöðva, vinna gegn sýkingum, auka þvaglosun og virka sem náttúrulegur svitalyktareyðir, en hér kemur sem sagt heildarlistinn.

1-DREGUR ÚR HRUKKUM – Þar sem Geranium olían er herpandi olía, framkallar hún samdrátt í ýmsum hlutum líkamans. Olían getur dregið úr hrukkum vegna þess að hún þéttir húðina í andlitinu og hægir á áhrifum öldrunar. Bætið tveimur dropum af Geranium olíu út í andlitskremið og berið á andlitið tvisvar á dag. Eftir eina eða tvær vikur er sýnilegt að dregið hefur verulega úr hrukkum.

2-STYRKIR VÖÐVA – Geranium olían stuðlar að þéttingu og samdrætti vöðva – sem aftur er vegna herpandi áhrifa sinna. Olían getur komið í veg fyrir að vöðvar og húð fari að hanga og getur meðal annars styrkt húðina á kviðnum. Búið til nuddolíu úr fimm dropum af Geranium olíu sem blandað er út í eina matskeið af jojobaolíu (eða ólífuolíu) og nuddið henni vel inn í húðina, einkum magavöðvana.

3-GEGN SÝKINGUM – Bakteríudrepandi eiginleikar Geranium olíunnar geta varið líkamann gegn sýkingum. Geranium getur hindrað bakteríur í að vaxa á húðinni, til dæmis á sárum. Til að nota olíuna gegn sýkingum er tveimur dropum af olíu nuddað yfir viðkomandi svæði og grisja sett yfir. Þetta má endurtaka tvisvar á dag þar til sárið eða skurðurinn er að fullu gróinn.

Þegar Geranium olía er notuð til að vinna á útvortis sýkingum, getur ónæmiskerfi þitt einbeitt sér að því sem gera þarf innvortis til að halda þér heilbrigðum. Fótasveppur er bakteríusýking og eitt af því sem vinna má á með Geranium olíu. Bætið fimm dropum af Geranium olíu út í fótabað með heitu vatni, ásamt örlitlu bleiku himalajasalti. Til að ná bestum árangri þarf að fara í svona fótabað tvisvar á dag.

4-STUÐLAR AÐ HEILUN – Geranium olían stuðlar að hraðari heilunarferli á skrámum, sárum og skurðum vegna aðgerða. Hún dregur líka hratt úr örum eftir skurði eða bólur á húðinni. Þar sem Geranium olían býr yfir mjög græðandi eiginleikum örvar hún blóðflæðið undir ysta yfirborði húðarinnar, sem dregur úr örum sem verða eftir bólur, sár, skurðaðgerðir eða önnur áföll húðarinnar.

5-DREGUR ÚR BLÆÐINGUM – Geranium olían veldur samdrætti í æðum og getur því stöðvað blæðingar með storknunareiginleikum sínum. Slíkt stuðlar að hraðari gróandi í sárum eða skurðum og verndar gegn því að eiturefni komist inn í líkamann. Þessi eiginleiki getur líka komið í veg fyrir gyllinæð. Blanda má einum dropa af geranium olíu út í rjómaís (eða kókosís) og borða svo, en það má líka blanda olíunni út í teskeið af hveitikími eða hröfræjum.

6-STUÐLAR AÐ FRUMUVEXTI – Geranium olían örvar frumuvöxt og stuðlar að endurvinnslu dauðra frumna og endurnýjun nýrra frumna. Það ferli stuðlar til dæmis að betri meltingu. Með því að nota Geranium olíuna í ilmolíulampa eða úða henni í andrúmsloftið nýturðu góðs af þessum eiginleikum hennar.

7-EYKUR ÞVAGLOSUN – Aukin þvaglosun losar líkamann við eiturefni og Geranium olían er náttúrulegt þvagræsilyf. Í gegnum þvaglosun losnar líkaminn við ýmis eiturefni eins og þungmálma, sykur, natrín og aðra mengunarvalda. Í gegnum þvag losar líkaminn sig líka við gall og sýrur úr maganum. Með því að nota Geranium olíuna í ilmolíulampa eða úða henni í andrúmsloftið nýturðu góðs af þessum eiginleikum hennar.

8-NÁTTÚRULEGUR SVITARLYKTAREYÐIR – Geranium er hringrásarolía, sem þýðir að líkaminn losar sig við hana í gegnum svita. Þegar þú notar olíuna er líklegt að þú angir eins og blóm! Þar sem Geranium olían býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum, stuðlar hún að því að eyða líkamslykt og nota má hana sem náttúrulegan svitalyktareyði. Rósakenndur ilmurinn af Geranium olíunni getur því peppað upp daginn. Bætið fimm dropum af Geranium olíu í úðabrúsa og blandið með fimm matskeiðum af köldu vatni og úr verður náttúrulegt og nytsamlegt ilmvatn, sem nota má alla daga.

9-VÖRN GEGN ALZHEIMER’S OG ELLIGLÖPUM – Í ljós hefur komið að Geranium olían örvar örtróðar frumur (microglial cells), sem losa um sérstök efni sem vinna á bólgum í taugabrautum og koma því í veg fyrir myndun taugahrörnunarsjúkdóma. Geranium olían vinnur með náttúrulegri efnasamsetningu heilans, til að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma sem leiða til minnistaps.

10-BÆTIR HÚÐVANDAMÁL – Geranium olían er góð gegn unglingabólum, húðbólgu og öðrum húðvandamálum. Blandið saman einni teskeið af kókosolíu og fimm dropum af Geranium olíu og berið blönduna síðan á sýkt svæði tvisvar á dag þar til sá árangur sem leitað er eftir næst. Það má líka bæta tveimur dropum af Geranium olíu út í daglegt andlitsvatn.

11-SÝKINGAR Í ÖNDUNARFÆRUM – Geranium olían getur komið í veg fyrir sýkingar í nefi og hálsi, þar sem olían inniheldur ýmis efni sem hafa svipuð áhrif og sýklalyf. Þegar olían er borin útvortis á nef og háls, hefur hún mildandi áhrif og dregur úr særindum. EInnig er gott að nota ilmkjarnaolíulampa, anda Geranium olíunni að sér tvisvar á dag eða nudda olíunni á hálsinn eða undir nefið.

12-TAUGAVERKIR – Geranium olían getur dregið út taugaverkjum þegar hún er borin á húðina. Ýmsar rannsóknir benda til að með því að bera Geranium olíu á húðina geti verulega dregið úr sársauka sem fylgir “ristli” (shingles), sem orsakast af herpes vírusnum. Rannsóknir benda til þess að styrkleiki olíunnar skipti máli, svo tryggðu að þín olía sé 100% hrein, eins og t.d. NOW olían er.

Til að draga úr sársauka með Geranium olíunni er gott að útbúa nuddolíu með þremur dropum af Geranium olíu sem blandað er saman við eina matskeið af kókosolíu. Nuddið þessari blöndu inn í húðina, þar sem sársauki og spenna er.

13-HUGRÆN ÁHRIF – Geranium olían er öflug í að bæta hugarástandið og hressa andann. Olían hefur reynst vel þeim sem þjást af þunglyndi, kvíða og reiði. Sætur blómailmur Geranium ilmkjarnaolíunnar róar og slakar á líkama og huga.

14-DREGUR ÚR BÓLGUM – Bólgur virðast vera grunnur að nánast öllum heilsufarsvandamálum og vísindamenn rannsaka nú mikið áhrif krónískra bólgna á heilsuna og hvaða lyfjum má beita til að slá á þær. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að hugsanlega sé hægt að útbúa lyf úr Geranium olíunni, sem gæti dregið út bólgum.

Geranium olían virkar hamlandi á bólguviðbrögð í húðinni, sem hjálpar líkamanum að takast á við mörg heilsufarsvandamál. Liðagigt er til dæmis bólga í liðamótum og hjartasjúkdómar tengjast bólgum í slagæðunum. Því skiptir meira máli að draga úr bólgum í líkamanum, en að taka inn lyf til að draga úr sársauka í liðum eða lækka kólesterólið.

Rannsóknir frá árinu 2013 leiddu í ljós að Geranium olía dregur úr bólgum í líkamanum og að það fylgja færri aukaverkanir þessari ilmkjarnaolíu en lyfjum sem lækka kólesteról eða draga úr liðverkjum.

15-VER GEGN SKORDÝRUM – Nota má geranium olíuna sem náttúrulegt efni til að fæla skordýr frá. Til að gera þína eigin skordýravörn, blandarðu Geranium olíu í vatn og úðar á líkamann. Þetta er mun öruggari úði, en þeir sem eru fullir af alls konar tilbúnum efnum. Það má líka bæta matarsóda við blönduna til að gera hana öflugri. Svona olíublanda er líka góð á skordýrabit og dregur úr kláða, auk þess sem bera má hana á bletti með kláða og þurrki.

Það eru til ilmkjarnaolíur frá mismunandi framleiðendum, en ilmkjarnaolíurnar frá NOW má finna í Fræinu í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, verslunum Hagkaups, ýmsum apótekum, í Heilsuhorninu í Blómavali, í Gló í Fákafeni, hjá Krónunni og í Melabúðinni.

Heimildir: DrAxe.com

Mynd: Geranium rose sem olían er unnin úr.

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 27 ár. Hún er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæplega tveimur og hálfu ári. Fyrstu námskeið eftir áramót verða auglýst fljótlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram