FYRRI HLUTI FEBRÚAR OG NÝJA TUNGLIÐ

FYRRI HLUTI FEBRÚAR OG NÝJA TUNGLIÐ

Við erum að fara inn í mjög rafmagnaðan mánuð, en auk rafmögnuðu orkunnar frá plánetunum er annað sem veldur rafmögnun. Óstöðugleiki í segulsviði Jarðar, en á einum og hálfum degi síðla í janúar urðu 12 M-klassa sólgos/-blossar á Sólinni. Ef litið er til baka til ársins 2018 varð ekki eitt einasta M-klassa sólgos það árið, sem sýnir okkur hversu mikill mismunurinn er.

Við erum að ná hámarki Sólarhringrásar 25, aðeins fyrr en búist var við. Hámarkið verður árið 2024, en þess hafði verð vænst árið 2025. Þessar Sólarhringrásir vara í 11 ár og virðast tengjast aukinni jarðskjálftavirkni. Kjarni Jarðar er úr járni og nikkeli og þegar hann stækkar springur yfirborð jarðskorpunnar og það leiðir til jarðskjálfta.

Auk jarðskjálfta hér á landi og víðar í heiminum, urðu síðla í janúar mjög stórir jarðskjálftar í Kína, allt frá 5,7 og upp í 7 á Richter. Það er því mikið að gerast með þessari auknu virkni á Sólini og þeirri uppfærslu sem Jörðin er að fara í gegnum.

Mannkynið er eins og í klemmu á milli Sólar og Jarðar í allri þeirri orku sem fer þar á milli og það leggur mikið álag á líkama okkar. Þetta er glæný orka sem við þurfum á að halda sem hluta af framþróun okkar. Hún flytur með sér upplýsingar langt utan úr Galaxýinu sem eru að berast inn í hverja frumu í líkama okkar. Við erum í auknum mæli að skilja og gera okkur grein fyrir að við erum bara að flæða með orkutíðni og plasma (rafgasi) í þessum mikla Alheimi, sem við erum eitt lítið brotabrot af.

ÁR BYLTINGANNA

Þetta verður ár byltinganna eins og áður hefur fram komið og við getum séð það mjög greinilega á því sem er að gerast í kringum okkur. Það hafa verið mótmæli hjá bændum í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og nú Grikklandi – og í Texas hafa bændur verið að verja landamærin við Mexíkó, auk stórrar lestar um 70.000 trukka. Hægt er að finna upplýsingar um þetta á Netinu, en lítið sem ekkert er fjallað um þessi mótmæli í meginstraumsfjölmiðlunum.

Byltingin kemur til með að halda áfram, því orkan á bak við hana er mjög mikil. Hún er mjög sveiflukennd en allt á eftir að ganga mjög hratt fyrir sig. Janúarmánuður hefur liðið ofurhratt en það er að hluta til af því að nú eru allar plánetur á ferð beint áfram um sporbaug sinn. Það ferli heldur áfram þar til í júní þegar Merkúr byrjar að hreyfast afturábak.

UNDIR ÁHRIFUM ÚRANUSAR

Við erum enn undir áhrifum Úranusar sem stöðvaðist þann 27. janúar til að breyta um stefnu og fara beint áfram. Úranus var síðasta plánetan til að breyta um stefnu, en hún er einmitt pláneta jarðskjálfta, eldfjalla og skjótra umbreytinga. Orka Úranusar er því líkleg til að verða mjög áberandi í kringum þetta nýja Tungl, sem verður í Vatnsbera, en því stjörnumerki er stjórnað af Úranusi.

VATNSBERINN FYRIR FRAMTÍÐINA

Væntanlega fjalla stjörnuspekingar næstu 20 árin um áhrif Plútós í Vatnsberann. Hann á reyndar eftir að bakka inn á tvær síðustu gráðurnar í Steingeit frá 2. september til 19. nóvember á þessu ári en kemur svo til með að vera næstu 20 árin í Vatnsberanum. Vatnsberinn en hann er táknrænn fyrir framtíðina, fyrir sannleikann, hið óvænta, byltingu og uppreisn – auk þess sem Varnsberinn er líka tengdur valddreifingu.

Allt verður miklu dreifðara, því þangað liggur leið okkar inn í framtíðina. Stórar stofnanir eiga eftir að deilast í minni, meðal annars menntastofnanir og fyrirtæki. Fleiri og fleiri koma til með að kenna börnum sínum heima í stað þess að senda þau í ríkisrekna skóla og það er þegar farið að gerast víða í hinum vestræna heimi.

Stjórnun fjármála mun smám saman verða dreifðari og við erum líkleg til að verða með örmyntir, sem við komum til með að hafa í okkar eigin einkaveski og stjórna þannig eigin fjármálum. Þetta gerist ekki á næstu vikum og mánuðum, en það á eftir að gerast.

7. FEBRÚAR

Þann 7. febrúar verður Tunglið í samstöðu við Mars með uppmagnaðri stríðsorku og jafnvel reiði í blanda við hana. Sólin sem er á 20 gráðum í Vatnsbera verður líka í 90 gráðu spennuafstöðu við Úranus á 19 gráðum í Nauti. Úranus stjórnar Vatnaberanum og orka þeirra á eftir að koma upp aftur og aftur á þessu ári.

Plútó fór inn í Vatnsberann 20.02.’24 og mikilvægt er að skoða hvað gerðist síðast þegar hann var í því merki, en það var frá árunum 1777 til 1798. Þá varð franska byltingi, þar sem konungi var steypt af stóli og við tók lýðræði og um svipað leiti gerðu 13 breskar nýlendur í Ameríku uppreisn til að hrista af sér stjórn bresku krúnunnar og íþyngjandi sköttum hennar og settu fram sína sjálfstæðisyfirlýsingu þann 4. júlí árið 1776 klukkan 17:00 síðdegis. Byltingin stóð í raun frá því tímabili til 1783 en auðvelt er að finna nánari upplýsingar um hana á netinu.

9. FEBRÚAR

Þann 9. febrúar rís svo nýtt Tungl í Vatnsbera og sama dag hefst Ár Drekans hjá Kínverjum. Nýja Tunglið rís hér á landi kl. 22:59 á 20 gráðum og 40 mínútum í Vatnsbera, en á nýju Tungli eru Sól og Tungl alltaf í samstöðu.

Sól og Tungl í Vatnsbera eru í samstöðu við dvergplánetuna Chariclo, en Merkúr og Plútó eru líka í Vatnsbera. Þess vegna er um mjög sterka Vatnsberaorku að ræða. Vatnsberinn er fast (stöðugt) merki, en Júpíter og Úranus sem eru í Nautinu eru líka í föstu merki. Þessari afstöðu fylgir mikil ákveðni á þessum tímapunkti og það er dásamlegt fyrir okkar eigin verkefni, því þá getum við einbeitt okkur og leitt þau til lykta.

Það sem styrkir þessa Vatnsberaorku enn frekar er að Úranus sem er á 19 gráðum í Nauti er í 90 gráðu spennuafstöðu við Sól og Tungl á 20 gráðum í Vatnsbera, en Úranus stjórnar Vatnsberanum. Þessi afstaða kanna að vekja upp málefni í kringum einhvern sannleika sem kemur í ljós og getur komið af stað byltingu eða uppreisn af einhverjum toga.

Vatnsberinn tengist líka flugi, svo það gætu komið upp einhver vandamál og truflanir í kringum það. Orkan getur líka tengst rafmagnsleysi vegna þess að Úranus stjórnar rafmagni. Það gætu líka verið netárásir vegna þess að Úranus stjórnar líka Internetinu. Allt þetta gæti átt sér stað í kringum þetta nýja Tungl, en mjög miklar líkur eru á að við munum sjá svona sveiflur og óstöðugleika allt árið 2024 svo og 2025.

PLÚTÓ UMBREYTANDINN MIKLI

Á þessu nýja Tungli er Plútó á núll gráðu í Vatnsberanum. Hann er táknrænn fyrir niðurrif og enduruppbyggingu, eða sem hinn mikli umbreytandi. Plútó er í 150 gráðu afstöðu við hina dásamlegu dvergplánetu Kaos (ekki teiknuð inn á kortið) á 0 gráðu og 32 mínútum í Krabba.  Í goðsögninni um hana er sagt að hún hefði haft umsjón með því að rífa himinn frá jörðu og ætla má að við höfum vissulega lifað á þeim tíma. Tilgangur Kaos (glundroða) er einmitt að sameina himin og jörð á ný. Við lifum á þessum tíma núna og það er tilgangur okkar að sameina himinn við jörð.

Hið áhugaverða er að plánetan Kaos er á Öxli Alheimsins, sem er á núll gáðu Kardinála merkjanna, sem eru Krabbi, Hrútur, Vog og Steingeit. Öxull Alheimsins telst ná yfir þessa núll gráðu, plús tvær gráður sitt til hvorrar hiðar við hana.

KAOS OG CERES

Kaos er ekki bara á Öxli Alheimsins, heldur er hún í nákvæmri andstöðu við dvergplánetuna Ceres, sem er á núll gráðu í Steingeit. Árið 2020 var Ceres í mjög náinni samstöðu við samstöðuna á milli Satúrnusar og Plútó sem varð á 22 gráðum og 45 mínútum í Steingeit þann 12. janúar það ár, en með þeirri samstöðu hófst Covid heimsfaraldurinn og allt sem á eftir fylgdi.

Í mýtunni er Ceres tengd uppskeru okkar á korni og landbúnaði, í raun fæðugrunninum okkar. Í goðsögninni var Ceres móðir Proserpina og Proserpina var rænt og farið með hana niður í Undirheima. Ceres varð alveg viti sínu fjær, eins og móðir myndi verða og svo reið að hún lagði veturinn á heiminn, svo ekkert myndi vaxa í sex mánuði á ári.

Það var ekki fyrr en Ceres gerði samning við Júpiter samkvæmt goðsögninni að vorið og sumarið kom aftur og hægt var að rækta fæðu á ný. Proserpina kom aftur upp í ljósið og þær mæðgur sameinuðust á ný.

Það er mjög áhugavert að Ceres skuli vera tengd öllu þessu núna, í ljósi þess að Plútó er hluti af þessum afstöðum og hann er tengdur Kaos, eða ringulreið og óreiðu og Kaos á 0 gráðum í Krabba er í nákvæmlegri 180 gráðu spennuandstöðu við Ceres.

NEPTÚNUS OG CARRINGTON ATBURÐURINN

Neptúnus sem er á 26 gráðum í Fiskum er í 90 gráðu spennuafstöðu við miðju Vetrarbrautarinnar, sem er á 27 gráðum í Bogmanni. Það tekur Neptúnus um 165 til 168 ár að fara einn hring um sporbaug sinn, en Neptúnus er í 90 gráðu spennuafstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar núna og mun verða það allt árið 2024 og fram til ársins 2025.

Síðast þegar Neptúnus var í 90 gráðu spennuafstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar gerðist nokkuð sem kallað hefur verið Carrington atburðurinn. Carrington atburðurinn varð í september árið 1859, en á þeim tíma hafði verið þróað símskeytakerfi, sem hægt væri að kalla fyrsta Internetið.

Þann 1. september 1859 þegar Neptúnus var í 90 gráðu spennuafstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar varð risastór sólblossi (sólgos) sem tók út símskeytakerfið og það tók töluverðan tíma að koma því upp aftur. Atvik eins og þetta er annar þáttur í óstöðugu jarðsegulmagni sem kemur inn í myndina.

MERKÚR OG JÚPITER

Á þessu nýja Tungli er líka falleg 90 gráðu tengingu á milli Merkúrs á 7 gráðum í Vatnsbera og Júpíters á 8 gráðum í Nauti. Hið jákvæða við þessa afstöðu er að hún tengist stórri og jákvæðri framtíðarhugsun í tengslum við landbúnað og hvernig fjármálakerfið okkar starfar. Júpíter er í raun í frekar víðri 90 gráðu spennuafstöðu við Plútó og er enn einn þátturinn í sannleika sem er að koma upp á yfirborðið núna.  Júpíter getur sprengt allt upp og stækkað og jafnvel komið með lög og réttlæti inn í myndina, vegna þess að Júpíter stjórnar Bogmanninum og hann er táknrænn fyrir lög og réttlæti.

MERKÚR OG VARUNA

Annað sem styrkir  þetta þema er dvergplánetan Varuna á 7 gráðum og 30 mínútum í Ljóni, sem er á innan við 5 mínútur frá því að vera í nákvæmri 180 gráðu spennuandstöðu við Merkúr á 7 gráðum og 25 mínútum í Vatnsbera. Varuna var í goðsögninni Hindúaguð sem réði yfir vötnum Alheimsins, en hann tengist líka því að refsa þeim sem ljúga að öðrum eða sem eru yfirþyrmandi eða hrokafullir í garð venjulegs fólks.

Þetta er áhugavert vegna þess að Merkúr og Plútó eru núna í Vatnsberanum, en Vatnsberinn er tákn sannleikans og jafnréttis fyrir mannkynið. Það er sterk tilfinning fyrir jöfnuði, þótt samfélagið verði kannski aldrei alveg jafnt, heldur mun það þróast í átt að því að verða jafnara á næstu árum.

Kyrrðin í náttúrunni

CHARICLO

Mitt á milli nýja Tunglsins og Merkúrs er fallega dvergplánetan Chariclo á 13 gráðum og 44 mínútum í Vatnsbera. Chariclo var í goðsögninni eiginkona Chiron, hins særða heilara. Hún hjálpaði til við að heila Chiron, einfaldlega með tilveru sinni. Hún er mjög tengd þessu dásamlega varanlega ástandi kyrrðar, sem er alltaf til staðar fyrir okkur og við getum leitað í. Chariclo er oft frekar þögul en það er einfaldlega tilvera hennar sem hjálpar til við að lækna aðra.

Hún er þekkt sem sálarljósmóðir og er til staðar í umskiptunum frá lífi til dauða. Hún er líka mjög til staðar í umskiptum meðvitundar og það er örugglega það sem við erum að ganga í gegnum núna, við sem erum í fyrri stigum þessarar miklu meðvitundarbreytingar. Í raun og veru erum við um það bil hálfnuð ef horft er á tímabilið frá árinu 2012 til ársins 2032, en 2024 verður mjög mikilvægt ár.

VENUS OG ÚRANUS

Venus á 21 gráðu í Steingeit er í nokkuð þéttri 120 gráðu samhljóma afstöðu við Úranus á 19 gráðum í Nauti. Þessi afstaða gæti tengst því að fram kæmu nýjar hugmyndir um stafræna gjaldmiðla, sem gætu tekið enn eitt skrefið fram á við. Hafið samt í huga að stefnan er að á þeim sé dreifð stjórnun – ekki seðlabankastjórnun.  

CHIRON Í HRÚT

Chiron á 16 gráðum og 18 mínútum í Hrút er mjög nálægt Norðurnóðunni sem er á 18 gráðum og 45 mínútum í Hrútnum. Samstaðan verður nákvæmari í lok febrúar. Þegar kemur að Sólmyrkvanum, stærsta myrkva ársins, þann 8. apríl verður líka þessi nánu samstaða Chiron við Norðurnóðuna. Sú samstaða gæti birst núna á nokkra vegu, en verður þó mun meiri þegar að almyrkvanum kemur.

Almyrkvi á Sólu á eftir að auka vægi samstöðunnar, en hún gæti táknað að við yrðum meðvitaðri um særindi okkar (Chiron), þau særindi og veikindi sem aðeins við getum læknað. Chiron var þekktur sem særði heilarinn og aðeins við getum raunverulega læknað okkur sjálf, þegar við verðum meðvituð um veikindi okkar eða þau sálrænu áföll sem valda þeim.

Annað stórt þema með Chiron í samstöðu við Norðurnóðuna sem er í Hrút, er þessi tilfinning fyrir einstökum innri krafti þar sem við stígum inn í fullveldi okkar. Orka Hrútsins snýst mikið um að þekkja sjálfan sig, að vita hver við erum og vita hvers vegna við erum hér.

LEIÐTOGAHLUTVERKIÐ

Chiron líkist Úranusi að vissu leyti og er oft aðeins utanveltu, brautryðjandinn sem fer sína eigin leið og passar ekki alveg inn í samfélagið. Hrúturinn er merki leiðtogans. Við gætum verið að koma inn á tímabil þar sem þeir sem hafa verið í jaðri samfélagsins verða leiðtogar. Þeir sem hafa verið frumkvöðlar á einn eða annan hátt og fólk fer að hópast í kringum og vil verða hluti af hugmyndafræði þeirra. Þeir gætu orðið sýnilegri í samfélaginu, þeir sem áður var gert grín að eða þeir sniðgengnir og þeir farið að stíga inn í leiðtoghlutverkið.

Vatnsberinn er tengdur æskunni, andstætt Steingeitinni sem stjórnað er af Satúrnusi. Satúrnus í goðsögninni er Krónos, Drottinn tímans þaðan sem orðið krónólógía eða tímatalsfræði kemur. Vatnsberinn er hins vegar mjög tengdur æsku, svo það verður áhugavert að sjá hvernig samfélagið þróast áfram.

10.-11. FEBRÚAR

Degi eftir nýja Tunglið eða þann 10. febrúar fer Mars inn í Vatnsberann og verður í samstöðu við Plútó. Mars kemur til með að örva í raun allt það sem Plútó í Vatnsbera er táknrænn fyrir. Það mun setja aukna orku í frelsishreyfinguna, sem við komum til með að sjá mikið af um allan heim á næstunni. Næsta dag þar á eftir eða þann 11. febrúar verður Tunglið í samstöðu við Úranus. Sú afstaða kemur til með að efla tilfinningu fyrir frelsi og uppreisn.

Þrátt fyrir alla þessa byltingarkenndu orku í kortunum er í lokin gott að hafa í huga orð búddistamunksins Thich Nhat Hahn sem lést nýlega.

„Ef við viljum frið,verðum við að vera friður. Friður er æfing, ekki von.“

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir: Stjörnukort gert fyrir Reykjavík og mynd af Shutterstock.com

Heimild: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, þýddar með leyfi, en skýringar hennar í fullri lengt er að finna HÉR

Þú getur pantað þér persónulegt STJÖRNUKORT með nýju dvergplánetunum með því að SMELLA HÉR!

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram