FLJÓTLEG GLÚTENLAUS PITSA

Allir elska pitsur, líka þeir sem þurfa að forðast glúten. Því er svo frábært að það skuli vera til gott pitsamix, sem hægt er að hræra saman á nokkrum mínútum, baka úr þunnan eða þykkan botn eftir smekk og njóta svo af bestu list.

Ég nota mixið frá Ma vie sans Gluten, sem fæst meðal annars í Nettó og í Fræinu í Fjarðarkaupum.
Aðaluppistaðan í því er hrísgrjónamjöl með blönd af kjúklingabaunamjöli, bókhveitissúrdeigi og kínóa. Eins og alltaf vík ég aðeins út frá uppskriftinni, en sú sem fylgir pokanum er aftan á honum og finnst með því að lifta upp flipanum neðst til hægri til að sjá hana.

Í eina pitsu nota ég:

115 gr eða tæplega 1 bolla (amerískt bollamál) af pitsa blöndunni
110 ml af volgu vatni
1 msk extra jómfrúarolíu frá Himneskri hollustu
fínt himalajasalt frá Natur Hurtig eftir smekk
einnig má setja smá basilíkum eða oreganó út í deigið til bragðauka

1- Þurrefnin fara í skál og ég blanda olíunni saman við vatnið áður en ég helli því í skálina líka.
2- Hrærið deigið saman þar til myndast kúla. Ég set bökunarpappír á ofnplötu og deigkúluna þar ofan á, bökunarpappír ofan á hana og flet pitsudeigið út með kökukefli eða lófunum.
3- Hef mína pitsu alltaf þunna, en það má auðvitað hafa hana þykka líka.
4 – Pikkið botninn með gaffli áður en þið setjið plötuna í ofninn og baka hann við 175°C í 12-14 mínútur, allt eftir því hversu stökkan þið viljið hafa hann.

Ofan á pistuna fer:

2-3 msk tómatþykkni frá Himneskri hollustu
örlítið af Harissa mauki, sem er sterkt chilli-mauk
þynni þetta með köldu vatni
sé óskað eftir sætu bragði af tómatmaukinu, má bæta við nokkrum dropum af stevíu eða 1 dropa af agave sírópi út í maukið

Áleggið:

1- Setjið ca 1/2 bolla af balsamik ediki frá Naturata á pönnu og látið suðuna koma upp.
2- Lækkið hitann og látið edikið sjóða upp meðan þið skerið lítinn rauðlauk í þunnar sneiðar.

3- Látið laukinn krauma í edikinu þar til það er að mestu soðið niður og dreifið honum þá yfir tómatmaukið.
4- Sneiðið uppáhaldssveppinn ykkar – mínir eru kastaníu- eða portobello – í sniðar og raðið á pitsuna.
5- Dreifið rifna vegan pizzeria blend “ostinum” frá Follow Your Heart yfir pitsuna.
6- Setjið pitsuna aftur í ofninn – gjarnan undir grill og grillið í 6-8 mínútur eða þar til ykkur finnst pitsan líta út eins og þið viljið hafa hana.

Berið fram með klettasalati eða með blönduðu salati!

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?