Þessi uppskrift er frá henni Guðbjörgu sem er aðalkennari og eigandi G-fit líkamsræktarstöðvarinnar í Garðabæ. Eins og með allt sem Guðbjörg gerir er kraftur í því – og það á svo sannarlega við þennan mergjaða drykk sem á að slá á alla flensutilburði á komandi vikum.
Get hins vegar engu lofað um janúarmánuð, því ef þið raðið í ykkur miklu af sætindum, sætum kökum og reyktum mat um jólin, veikið þið kerfið ykkar, myndið slím og þá geta bakteríurnar mætt á svæðið í umhverfi sem þær elska og gert einhvern skaða 🙂 – en hér kemur uppskriftin:
FLENSUBANINN SEM VIRKAR
1 búnt myntulauf – setti 1 box frá Náttúru í pottinn
4 kanilstangir
Sett í 4 l af vatni og soðið í 15 mínútur. Ég bætti reyndar smá (rúmri tsk af túrmerik út í fyrir suðuna)
Potturinn tekinn af hellunni og innihaldið kælt í 20 mínútur.
Bæti þá út í safa úr 3 sítrónum – keypti lífrænar í Nettó
og 1/2 kg af sneiddri engiferrót
Þarna vék ég aftur aðeins út af uppskriftinni og setti 2 box, 200 g hvort af lífrænum engifer sem ég fékk í Nettó út í pottinn. Þegar maður er með lífrænan engifer í svona drykk má setja hann í pottinn með hýðinu, eftir að hafa snyrt bitana aðeins, skorið af trénaða enda og svo framvegis.
Þegar búið er að bæta sítrónusafa og engifer í pottinn er lokið sett á og hann látinn standa í 24 tíma við stofuhita.
Þá er allt sigtað og sett á glerflöskur. Fáið ykkur svo “skot” eða hálft glas af drykknum daglega til að styrkja ónæmiskerfið.
MAGNAÐIR EIGINLEIKAR JURTANNA
MYNTAN er bæði A- og C-vítamínrík. A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og styrkir slímhúð, bæði í augum og annars staðar í líkamanum. Mynta getur hindrað bakteríur í að fjölga sér og þannig veitt vörn gegn ýmsum kvillum. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún hefur góð áhrif á ýmis meltingarvandamál, eins og til dæmis magakrampa, því hún hefur róandi áhrif. Myntan er líka rík af kalki og ýmsum steinefnum.
KANILL er bakteríudrepandi, getur aukið orku, jafnað blóðsykur (set alltaf kanil í bústið mitt á morgnana) og slegið á tíðaverki. Hann er góður gegn kvefi, en einnig notaður til að bæta meltingu og ýmis vandamál tengd henni – OG í dag er kanill algengasta krydd hiems.
ENGIFER – bestur eins og svo margt annað ef hann er lífrænt ræktaður – er góður fyrir meltinguna og hvers kyns meltingaróróa. Hann slær t.d. á bílveiki, sjóveiki og ógleði á meðgöngu. Engifer dregur úr bólgum og styrkir ónæmiskerfið og vinnur því á gigt, einkum liðagigt. Gott er að taka inn engifer gegn kvefi og flensum, því það auðveldar líkamanum að svitna á heilbrigðan hátt. Við hitann “steikir” engiferinn bakteríurnar og hreinsar þær út með svitanum. Engifer er hlaðinn heilsubætandi eiginleikum og því þarf aðeins lítið magn til að slá á ýmsa kvilla. Tíu grömm af ferskri engiferrót út í bolla af sjóðandi heitu vatni getur gert gæfumuninn.
SÍTRÓNA – einkum og sér í lagi ef hún er lífrænt ræktuð – er allra meina bót og styrkir ónæmiskerfið því hún er svo C-vítamín rík. Sítrónusafinn kemur jafnvægi á ph gildi líkamans því hún er svo basísk, en gott er að setja safann í soðið volgt vatn. Í sítrónu er mikið af andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni. Sítrónan hefur líka hreinsandi áhrif á húðin og veitir henni fallegan gljáa, auk þess sem hún styrkir sogæðakerfið.
Frekari upplýsingar um G-fit og námskeiðin sem Guðbjörg býður upp á er að finna á: www.gfit.is og á Facebook síðunni Gfit heilsurækt.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA