FERÐANESTIÐ - Guðrún Bergmann

FERÐANESTIÐ

Það er oft flókið að ferðast með fæðuóþol, því sérfæði er ekki alltaf í boði. Stundum hef ég tekið með mér smurðar brauðsneiðar eða salat í boxi ef ég er að ferðast innanlands. Ferðalög erlendis eru hins vegar flóknari, því maður hefur ekki alltaf aðgang að ísskáp og brauð úr lífrænu mjöli er fljótt að skemmast.

Ég vil því segja að ég hafi fengið frábæra hugmynd, áður en ég fór til Indlands í mars, um hvernig ætti að leysa morgunverðarmálin á hótelum. Ég útbjó mér poka með haframjölsblöndu, sem aðeins þurfti heitt vatn til að verða að hafragrauti.

Heitt vatn er alls staðar hægt að fá, svo ég notaði ekki blönduna bara á hótelum, heldur einnig um borð í flugvélum. Þar passaði hálfur skammtur af blöndunni í kaffibollana sem eru í flugvélunum (tek væntanlega margnota með mér næst) og auðvelt var að fá heitt vatn.

UPPSKRIFT:

1/2 bolli Bunalun lífrænt haframjöl
1 msk chia fræ frá Himneskri hollustu
1 msk rúsínur frá Himneskri hollustu
smá af Ceylon kanil (eftir smekk) frá Himneskri hollustu
himalajasalt eftir smekk

Allt sett í plastpoka með rennilás. Þegar kemur að neyslu er blandan sett í skál og heitu vatni hellt yfir. Látið standa í 1-2 mínútur fyrir neyslu.

Létt í ferða- eða handtöskuna, saðsamt og bragðgott.

Ég hef notað þessa blöndu í aðra ferð eftir Indlandsferðina og geri ráð fyrir að halda áfram að taka þennan flotta, glútenlausa morgunverð með mér framvegis þegar ég ferðast.

Ég tek líka alltaf með mér Digest Ultimate meltingarhvatana frá NOW og Gluten Digest, sem ég tek þegar ég er í vafa um hvort í matnum sé glúten eða ekki.

Mynd: Guðrún Bergmann

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 332 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar