Allar líkur eru á að þú hafir ekki heyrt um fenugreek fyrr en nú – en hér skal að einhverju leyti létt hulunni af þessari frábæru lækningajurt. Hún býr yfir ótal heilsubætandi eiginleikum, getur bæði dregið úr innvortis og útvortis bólgum, bætt kynlífið því hún eykur testosterón hjá karlmönnum og bætt næringu ungbarna, með því að hafa aukandi áhrif á framleiðslu brjóstamjólkur.
Fenugreek olíur og mulin fræ hafa lengi verið notuð við náttúrulækningar víða um heim. Fenugreek er meðal annars talið vera eitt af fyrstu náttúrulyfjum sem notuð voru í Grikklandi til forna, auk þess sem það hefur verið notað til lækninga í Egyptalandi, Kína og á Indlandi í nokkur árþúsund. Í dag þarf hvorki að tína fræin né mylja þau, til að geta tekið inn Fenugreek frá NOW, sem selt er í hylkjum til auðveldrar inntöku.
EN HVAÐ ER FENUGREEK?
Fenugreek er runnajurt með ljósgrænum laufum og litlum hvítum blómum, sem verður svona 60-90 cm há og í fræbelgina koma um 10-20 lítil, flöt, gulbrún og bragðmikil fræ. Fræin eru frekar beisk á bragðið, en bragðast mun betur þegar þau eru elduð. Fræin eru yfirleitt mulin og duftið notað í lyfjaframleiðslu, til náttúrulyfjagerðar, í te eða sem krydd við matargerð.
Í 1 matskeið af fenugreek fræjum er að finna 35,5 kaloríur, 6,4 gr af kolvetnum, 2,5 gr af próteinum, 0,7 gr af fitum, 27 gr af trefjum, 3,7 mg af járni, 0,1 mg af mangan og sama magn af kopar, 21 mg af magnesíum, 32,6 mg af forfór, 0,1 mg af B-6 vítamíni.
BÆTIR MELTINGUNA OG KÓLESTERÓLIÐ
Fenugreek vinnur á ýmsum meltingarvandamálum, svo sem magaólgu, hægðavandamálum og bólgum í maga. Vatnsuppleysanlegar trefjarnar í fenugreek losa um harðlífi, bæta meltinguna og fenugreek er oft notað við meðhöndlun á sáraristilbólgu vegna bólgueyðandi áhrifa sinna.
Fenugreek er líka til hagsbóta fyrir þá sem eru með hjartavandamál, svo sem herðingu í slagæðum eða of hátt kólesteról eða þríglýseríð. Nýleg rannsókn í Indlandi sýndi að hjá þeim sem voru með óinsúlínháða sykursýki og fengu 2,5 grömm af fenugreeki tvisvar á dag í þrjá mánuði, lækkuðu öll gildi verulega.
DREGUR ÚR BÓLGUM Í LÍKAMANUM
Fenugreek dregur úr bólgum og sýkingum í líkamanum, eins og til dæmis munnangri, graftarkýlum, bronkítis, sýkingum í vefjum undir yfirborði húðar, berklum, krónískum hósta, krabbameinum og nýrnavandamálum.
Indverjar, sem stundað hafa Ayurvedískar lækningar í aldaraðir, uppgötvuðu lækningarmátt fenugreeks fyrir þúsundum ára síðan. Þar hefur fenugreek í aldanna rás verið notað til að lækna ýmis heilsuvarsvandamál, meðal annars lækka blóðsykur og vinna á ýmsum meltingarvandamálum.
Í kínverskum læknisfræðum er fenugreek kryddið þekkt sem „slímlosandi“ og talið losa um staðnaða orku og kaldar bólgur í líkamanum, auk þess sem jurtin er talin geta unnið á ýmsum gigtareinkennum.
EYKUR KYNORKU KARLMANNA
Fenugreek hefur meðal annars verið notað til að lækna kviðslit hjá karlmönnum, bæta stinningarvandamál og önnur sértæk vandamál karla eins og skalla, vegna þess að það eykur kynhvötina og testosterónmagnið. Einnig hefur fenugreek aukið kynlöngun og frammistöðu karla í kynlífinu, auk þess sem það hefur unnið gegn getuleysi.
Í rannsókn sem birtist í Phytotherapy Research voru 60 karlmenn á aldrinum 25 til 52 ára, með enga fyrri sögu um stinningarvandamál látnir taka annað hvort gervilyf (placebo) eða 600 mg af fenugreek dufti á dag í sex vikur. Þeir sem tóku fenugreek sögðust finna mun á kynhvöt sinni. Lokaniðurstöður rannsóknanna sýndu að fenugreek hafði mikil áhrif á kynörvun karla, orku og úthald og stuðlaði að því að þátttakendur viðhéldu eðlilegu testosterón magni.
EYKUR FRAMLEIÐSLU BRJÓSTAMJÓLKUR
Fenugreek hefur líka áhrif á sértæk vandamál hjá konum, því það eykur brjóstamjólk kvenna sem eiga í vanda með að framleiða hana. Aukningin verður til vegna þess að fenugreek virkar sem „galactagogue“, en það er efni sem eykur mjólkurframleiðsluna á minna en 24 tímum. Tímarit eins og Complementary & Alternative Medicine, The Annals of Pharmocotherapy, Journal of Pharmacy and Pharmaceutical Sciences og Veterinary Medicine International, hafa ásamt fleirum birt greinar með niðurstöðum úr slíkum rannsóknunum.
FENUGREEK BÆTIR MARGT
Stundum eru útbúið mauk úr fenugreek duftinu, það hitað og notað í útvortis bakstra. Slíkir bakstar draga þá úr bólgum í vöðvum og sogæðaeitlum, slá á þvarsýrugigt og hreinsa upp fótasár svo eitthvað sé nefnt.
Fenugreek eykur líka matarlyst hjá fólki sem er lystarlítið og eykur úthald við æfingar. Þessi jurt með einkennilega nafnið sem stundum hefur verið kölluð Grískt hey er því til margra hluta nytsamleg og heilsubætandi.
Mynd: www.canstockphoto.com/olenayemchuk
Heimildir: www.draxe.com/fenugreek og www.healthline.com/nutrition/fenugreek
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025