EYKUR HÁRVÖXT, DREGUR ÚR HÁRLOSI

Fyrir rúmum þremur mánuðum skrifað ég grein um bætiefnið Hair, Skin & Nails frá NOW. Þá var ég að hefja 90 daga tilraun með það til að sjá hvernig það virkaði á hárið á mér. Það var nokkuð auðvelt fyrir mig að meta virknina, því þegar ég verð fyrir áfalli hrynur hárið á mér. Ég var því búin að vera að stríða við mikið hárlos, sem leiddi til hárra kollvika eftir að faðir minn og fleiri mér nánir ástvinir létust á stutti tímabili árið 2014.

FRÁBÆR VIRKNI Á STUTTUM TÍMA

Skemmst er frá því að segja að virknin af Hair, Skin & Nails hefur verið frábær. Ekki einasta er hár aftur farið að vaxa þar sem það var horfið úr kollvikunum og toppurinn á mér farinn að þykkna á ný, heldur hefur hárlos minnkað svo mikið að sturtubotninn stíflast ekki lengur þegar ég þvæ hárið.

Neglurnar hafa líka styrkst og vaxa mjög hratt, því mér finnst ég alltaf vera að klippa þær, þar sem ég vil hafa þær stuttar við tölvuvinnuna. Varðandi húðina er erfitt að meta það, en hún er alla vega þétt og nokkuð slétt, miðað við aldur og fyrri störf, eins og sagt er.

HVAÐ GERIR HAIR, SKIN & NAILS EINSTAKT?

Í þessari bætiefnablöndu er Cynatine® HNS, sem er nýtt og byltingarkennt einkaleyfisvarið og auðupptakanlegt form af keratíni, sem getur stuðlað að þykku og gljáandi hári og nöglum sem eru sterkar en samt sveigjanlegar.

Cynatine® HNS stuðlar líka að því að húðin haldi raka sínum, mýkt og teygjanleika, auk þess sem það vinnur gegn öldrunaráhrifum frjálsra stakeinda (oxandi efna) á húðina. Ásamt keratíninu inniheldur Hair, Skin & Nails bætiefnablandan ótal vítamín sem stuðla að og viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti húðarinnar.

Má þar meðal annars nefna A-, C- og E-vítamín og mörg B-vítamínanna, meðal annars B-12 methylcobalamin sem er besta formið af B-12, en mjög algengt er að fólk skorti B-12.

MÖRG ÖNNUR STUÐNINGSEFNI

Í blöndunni eru mörg önnur stuðningsefni, meðal þeirra bíótín, sem einnig er þekkt sem B-7. Það er vatnsuppleysanlegt B-vítamín sem hjálpar líkamanum að umbreyta fæðu í orku. Það er talið sérlegt mikilvægt fyrir konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti. Auk þess er bíótín mjög mikilvægt fyrir heilbrigt hár, húð og neglur.

Þótt ekki sé alveg vitað hvernig bíótín virkar á húðina, er samt vitað að sé skortur á því í líkamanum eru líkur á að fólk fái rauð, hrúðurkennd útbrot.

Bíótín er ekki bara mikilvægt fyrir húð, hár og neglur, því það spilar stórt hlutverk í framleiðslu á mýelíni, sem er efnið í slíðrum taugafrumna í heila, mænu og augum. Því hefur bíótín verið prófað á fólki sem er með MS og hafa þær tilraunir lofað góðum árangri.

KLÍNÍSKAR PRÓFANIR

Það hafa farið fram klínískar prófanir á Cynatine® HNS, sem hafa sýnt fram á virkni efnisins innanfrá og út á húð, hár og neglur. Í bætiefnablöndunni er hvorki að finna mjólkurvörur, egg, glúten, né hnetur og hún er vottuð sem nothæf fyrir þá sem eru íslamstrúar.

NOW er með stefnu um að nota einungis óerfðabreytt efni í sínar vörur, svo að sjálfsögðu eru öll innihaldsefni í Hair, Skin & Nails af óerfðabreyttum uppruna.

Neytendaupplýsingar: Það er hægt að kaupa Hair, Skin & Nails á Heilsudögum í Nettó með 25% afslætti – og ég hef hlerað að 6. febrúar n.k. verði það á eins dags tilboði með 46% afslætti eða á 1.997 kr. – ef það verður þá ennþá til!

Mynd: Can Stock Photo/darkhriss

Heimildir: NowFoods.com og MedicalNewsToday.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 233 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar