ER HEILSUÁTAK Á STEFNUSKRÁ EFTIR ÁRAMÓTIN?

Yfir jól og áramót leyfum við okkur oft meira í mat og drykk en aðra tíma ársins. Afleiðingarnar eru því miður fljótar að sýna sig. Auk þess sem fötin virðast snarminnka, verðum við oft vör við uppþembu, mikla slímmyndun og aukna liðverki. Uppþemban tengist því að allt fer í ójafnvægi í örveruflóru þarmanna og getur leitt til hægðatregðu eða annarra meltingarvandamála. Slímmyndunin er svo eitt af hinum algegnu óþolsviðbrögðum við mjólkurvörum. Við höldum að við séum að fá kvef, en í raun er líkaminn að mynda slím til að verja sig gegn óþols- eða ofnæmisvaldinum.

Önnur einkenni sem fólk finnur oft fyrir eru stíflur í nefi eða kinnholusýkingar, en þær má bæði rekja til viðbragða við mjólkurvörum, svo og til neyslu á sterkju eins og í kartöflum eða mikillar glútenneyslu.

BESTA LEIÐIN TIL BREYTINGA Á STUTTUM TÍMA

Á árinu sem er að kveðja hélt ég fimmtán HREINT MATARÆÐI námskeið vítt og breytt um landið. Flest voru námskeiðin í Reykjavík, en ég var einnig með námskeið á Akureyri, Egilsstöðum og í Keflavík. Ég hef kallað HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn bestu leiðina til að breyta heilsunni á 24 dögum, en hann stendur einmitt í 24 daga. Þeim er skipt í 3 undirbúningsdaga og 21 hreinsunardag og á meðan á hreinsun stendur má borða sig saddan, bara af réttu fæðutegundunum.

Fyrsta námskeið á nýju ári fullbókaðist í byrjun desember, svo ég setti upp annað námskeið 8. janúar, til að mæta áframhaldandi eftirspurn. Enn eru nokkur sæti laus, svo ef þú ert með markmið um að losna við bólgur og bjúg, kinnholusýkingar, hrjóta minna 🙂 og léttast í leiðinni, þá er HREINT MATARÆÐI frábær leið til þess.

ÞÚSUND SAMSVARAR MILLJÓN

Annað slagið rifjast upp fyrir mér að fyrir um tveimur árum las ég grein eftir einn af bandarísku læknunum sem stundar heildrænar lækningar og ég fylgist reglulega með. Þar sagði hann að stefna hans væri að hafa áhrif á milljón manns og hvetja fólk til að breyta og bæta heilsu sína með breyttu mataræði og lífsstíl.

Ég hafði ekki svo stórtæk markmið þegar ég hóf að halda stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI árið 2015. Ég vildi bara deila frábærri leið til að bæta heilsuna, leið sem ég hef gert að lífsstíl mínum. En þegar ég las greinina eftir lækninn hugsaði ég með mér að miðað við íbúafjölda, myndi ég ná sama árangri ef ég gæti haft áhrif á þúsund manns hér á landi.

Þúsundasti þátttakandinn kom á námskeið snemma á þessu ári og ég geri ráð fyrir að þegar skráningu ljúki á annað námskeið ársins 2019 verði tala þátttakenda komi yfir fjórtán hundruð.

EKKI GERA EKKI NEITT…

Þetta slagorð er notað af innheimtufyrirtæki og ég stel því hér til að hvetja þig sem þetta lest til að halla þér ekki afturábak og gera ekki neitt. Þú ræður svo miklu meira um heilsu þína og vellíðan en þig grunar. Mataræði, bætiefni og lífsstíll, sem felur í sér hreyfingu og nægan svefn, eru að mínu mati grunnur að góðri heilsu og geta fært okkur meiri lífsgæði. Taktu því skref í átt að betri vellíðan, hvort sem það er á námskeiði hjá mér eða einhverjum öðrum.

SMELLTU HÉR ef þú velur að skrá þig á stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI!

Mynd: Can Stock Photo / lzf

 

 

 

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?