Er fótapirringur að trufla þig?

Ótal margir þjást af fótapirringi og eiga erfitt með að finna lausn á honum. Hans verður oft vart þegar líður á daginn og veldur líka því að fólk á erfitt með að sofna. Til að takast á við fótapirring þarf mögulega að breyta mataræðinu og líkamsræktinni, en ekki síður að kanna hvort lyfseðilsskyld lyf séu orsök hans.

Hér eru nokkrar náttúrulegar leiðir til að takast á við fótapirring:

  1. Farðu í heitt bað fyrir svefninn, með að minnsta kosti fullum bolla af magensíumsalti. Sittu í baðvatninu í svona 20 mínútur og haltu jöfnum hita þá því með því að bæta reglulega heitu vatni í baðkarið.
  2. Víxlböð, það er heitt og kalt vatn úr sturtuúðaranum reynast líka vel, svo og heitir og kaldir bakstrar á fótleggina.
  3. Taktu reglulega inn magensíum. Ég nota Magnesium/Calcium Ratio 2:1 frá NOW, en í því er meira magn af magnesíum en kalki.
  4. Nuddaðu fótleggina létt frá ökklum og upp að hnjám eða gerðu æfingar þar sem þú teygir og kreppir ristina til skiptis. Slíkar æfingar koma hreyfingu á blóðflæðið í fótleggjunum og örva sogæðakerfið.
  5. Ef þú tekur lyfseðilsskyld lyf, er rétt að kanna hvort aukaverkanir þeirra séu að valda fótapirringnum. Sé svo er rétt að kanna með lækninum þínum, hvort hægt sé að skipta um lyfjategund.
  6. Stundaðu reglulega einhverja hreyfingu, hvort sem er innan- eða utandyra. Gönguferðir upp hæðir eða tröppur örva blóðflæðið í fótleggjunum.
  7. Dragðu úr neyslu á koffíndrykkjum eins og kaffi, kakói og gosdrykkjum með koffíni.
  8. Taktu mataræðið til endurskoðunar og slepptu reyktum og söltum mat, taktu út mikið unnar matvörur og sælgæti. Maís er mjög bólguvaldandi fæðutegund, svo prófaðu að taka hann út til að kanna hvort hann og vörur úr honum geti verið að valda fótapirringnum.
  9. Skoðaðu svefnvenjur þínar og athugaðu hvort þú getir ekki farið fyrr að sofa, helst vel fyrir miðnætti, vanið þig á að vakna alltaf á sama tíma á morgnana og láttu síðustu máltíð (snakk) dagsins vera minnst 3 tímum áður en þú ferð að sofa.

Ef þér fundust þessar upplýsingar hjálplegar, deildu þeim þá endilega með öðrum.

Skráðu þig á póstlista Guðrúnar og fáðu fréttabréf reglulega.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram