ENDOCA CBD OLÍAN ER MÖGNUÐ

ENDOCA CBD OLÍAN ER MÖGNUÐ

Lestrartími: 2 mín. og 45 sek. – 3 mín. og 35 sek.

Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, einkum ef ég tel að það geti stuðlað að bættri líðan og betri heilsu. Nýjasta tilraun mín var því að prófa CBD olíuna frá ENDOCA og hún kemur á óvart, eins og flestar þær CBD vörur sem ég hef prófað.

Ég er nýkomin úr ferð til Bandaríkjanna. Þar sem sonur minn býr í Texas þurfti ég að fara í tvö flug til að komast þangað – og heim. Annað er um 6 tímar og hitt er tæplega fjórir tímar. Ég notaði því CBD olíuna frá ENDOCA, bæði á leiðinni út til að geta sofnað í vélinni og eins á leiðinni heim. Til að koma jafnvægi á svefnhringinn í hvoru landi fyrir sig, notaði ég svo dropana á kvöldin.

DANSKUR BRAUTRYÐJANDI

Dr. Henry Vincenty er danskur líffræðingur og vísindamaður. Hann starfaði um tíma í Suður-Afríku, meðan á námi hans við Danska Háskólann stóð. Þar sinnti hann Zulu-mönnum, sem voru illa haldnir af AIDS. Hann komst að raun um að lyfin sem verið var að gefa þeim virkuðu verr en náttúrulegu jurtirnar úr umhverfi þeirra, svo hann fór að rannsaka þær og komst þá að raun um að hampur kom sterkur inn.

Hann byrjaði því tilraunir sínar á því að rækta nokkur mismunandi afbrigði af hampplöntum, sem innihéldu lítið sem ekkert THC (efnið sem veitir hugbreytandi áhrif), en þau afbrigði mátti hann rækta án leyfis í Evrópu, þar sem það hefur verið löglegt frá árinu 1997.

4,6 STJÖRNUR AF 5 MÖGULEGUM

Í framhaldi af tilraunum sínum ákvað Dr. Vincenty að breyta viðhorfi heimsins til kannabis með því að framleiða olíur úr endókannabínóðum án hugbreytandi áhrifa, aðgengilegar neytendum í gegnum Netið og ENDOCA varð fyrsta fyrirtækið í heimi til þess. Árið 2010 ræktaði hann hamp á 2 hekturum lands, en í dag eru plönturnar ræktaðar á yfir 1000 hekturum – allt í lífrænni ræktun.

Á Trustpilot, sem er alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki, fær ENDOCA 4,6 stjörnur af 5 mögulegum út frá næstum því 5000 umsögnum um vöruna. Þar sem framleiðslan er lífrænt vottuð og fær fyrirtækið að nota laufblað Evrópusambandsins á umbúðir sínar.

Núverandi markaðssvæði ENDOCA nær yfir Evrópu, Bandaríkin, Suður-Ameríku, Afríku, Ástralíu, Japan, Indland og Kína.

HRÁ EÐA HITUÐ – MILD EÐA STERK?

ENDOCA (orðið er myndað úr fyrstu stöfunum í endocannabionoids) húðolíurnar fást annað hvort sem hráunnin olía (Raw Hemp Oil) eða hituð (Hemp Oil). Styrkleikinn er annað hvort 3%, það er að segja 300 mg af CBD í 10 ml – eða 15%, það er að segja 1500 mg af CBD í 10 ml.

Mildari útgáfan er ætluð fyrir þá sem nota CBD fyrir almenna betri líðan. Sterkari útgáfan er fyrir þá sem vinna með alls konar sértæk viðfangsefni tengd heilsufarinu.

MEÐ MYNTU- OG SÚKKULAÐIBRAGÐI

Þetta er alveg geggjuð nýjung. Það er sem sagt hægt að fá hitaða CBD olíu (Hemp Oil) frá ENDOCA sem hefur verð bragðbætt með myntu- og súkkulaðibragði. Hún er frábær fyrir þá sem eiga erfitt með ramma bragðið af CBD olíunum og hún er einangruð eins og allar aðrar olíur frá ENDOCA, þannig að það er ekkert THC í henni.

Neytendaupplýsingar: Þú færð ENDOCA CBD olíurnar í Hemp Living í Garðabæ – á www.hempliving.is – í Heilsuveri í Reykjavík og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Lyf & Heilsa er einnig að fara að taka þessar olíur inn hjá sér á næstunni.

ENDÓKANNABÍNÓÐAR

Ég set hér inn upplýsingar um endókannabínóða, þótt ég hafi áður fjallað um þá, en stutt er síðan uppgötvað var að í líkamanum er kerfi sem kallast endókannabínóðakerfi. Það er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Endókannóbínóðar eru svipaðir og kannabínóðarnir sem eru í kannabis-sativa plöntunni, en hún er án THC hugbreytandi efnisins. 

Líkaminn framleiðir þá á náttúrulegan máta og þeir hafa áhrif á: Orkujafnvægi líkamans –Örvun matarlistar – Blóðþrýsting – Sársauka – Þroska fósturvísa – Stjórnun á ógleði og uppköstum – Minni og lærdóm – Viðbrögð ónæmiskerfisins – Parkinson‘s, Huntington´s, Alzheimer‘s og MS sjúkdómana, sem allir tengjast taugakerfinu.

ENDÓKANNABÍNÓÐA MÓTTAKARNIR

Móttakar fyrir kannabínóðana eru á yfirborði frumna um allan líkamann. Endókannóbínóðarnir tengjast við móttakana, sem senda skilaboð til þeirra til um að setja af stað viðbragðsferlið. Tveir helstu kannabínóða móttakarnir sem eru til staðar um allan líkamann eru: CB1 sem eru aðallega í miðtaugakerfinu, sem samanstendur af heila og mænu, CB2 sem eru aðallega í úttaugakerfinu og í ónæmiskerfinu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Af vefsíðu Endoca.