EINFALDAR GLÚTENLAUSAR BROWNIES

Þetta eru einföldustu Brownies sem hægt er að búa til. Hið frábæra er að þú getur fengið þér svona brúnköku, þótt þú fylgir HREINUM lífsstíl – og þú þarft hvorki að eiga matvinnsluvél, né ótal innihaldsefni til að baka kökuna.

Þessar bragðmiklu, mjúku og svolítið “klesstu” Brownies eru gerðar úr einungis fimm innihaldsefnum sem henta þeim sem eru á HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum – svo takið gleði ykkar, því HREINA lífið felur í sér svo margt frábært!

Þær eru fullar af vítamínum og steinefnum, eru frábært  millimál og næra þig á hreinu próteini, magnesíum, trefjum og C-vítamíni auk náttúrulegrar orku. Ljúffengt súkkulaðibragðið slær á alla sætindaþörf síðdegis.

Þessar Brownies eru vegan og glútenlausar og frábærar fyrir börn eða þá sem eru með einhvers konar fæðuóþol. Að auki eru þær svo heilsusamlegar að hægt er að borða þær í morgunmat – ef þú sleppir bústinu einn daginn 🙂

Innihaldsefni:

  • 1/2 bolli möndlusmjör – mitt uppáhalds er þetta dökka frá Monki
  • 1/2 bolli hrákakó – ég nota alltaf hrákakóið frá NOW (má nota aðeins minna ef þið viljið ekki mikið kakóbragð)
  • 1 bolli sykurlaust eplamauk – passar að sjóða 3 lífræn epli og mauka eða nota tilbúið eplamauk
  • 1-2 msk kókospálmasykur (nota stevíu dropa eða strásætu í staðinn ef verið er á HREINT MATARÆÐI)
  • 1 msk vanilludropar – áfengislausir ef til
  • kókosolía til að smyrja formið með

Bragðaukar:

Að auki má bæta út í deigið kakónibbum (Himnesk hollusta),
kókosflögum (Himnesk hollusta)
eða muldum valhnetu- eða pekanhnetukjörnum

Bökunarleiðbeiningar:

  1. Smyrjið form sem er 22×22 cm að stærð með örlitlu af kókosolíu eða klæðið það að innan með bökunarpappír og smyrjið hann lítillega.
  2. Hitið ofninn í 175°C
  3. Blandið öllum innihaldaefnum saman í miðlungsstórri skál og bætið bragðaukum við ef óskað er. Hellið blöndunni í formið og bakið í 35-40 mínútur.
  4. Kakan er bökun þegar þú getur stungið hníf í hana miðja og blaðið kemur hreint út.

Leyfið kökunni að kólna alveg á bökunargrind. Skerið hana svo í hæfilega stóra bita og njótið vel.

Uppskriftin er úr fréttabréfi CLEAN Prógrammsins í Bandaríkjunum.

Upplýsingar um næstu HREINT MATARÆÐI námskeið er að finna HÉR 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram