Efinn getur eytt úr tækifærum

“Námskeiðið og bókin HREINT MATARÆÐI fá 10 af 10 mögulegum frá mér.”
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, þýðandi bókarinnar Þarmar með sjarma

Oft efumst við um eitthvað nýtt, trúum ekki að það virki eða hafi einhver áhrif á okkur, þótt umsagnir segi annað. Sjálf hef ég iðulegt lent í því að efast um gildi nýrrar þekkingar og slegið því frá mér að kynna mér málið betur – og stundum tapað á því. Ég var næstum fallin í þá gryfju þegar tengdadóttir mín kynnti mig fyrir bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.

Mér fannst ég vera búin að kynna mér svo margar leiðir í mataræði að ein ný gæti nú ekki miklu breytt – en þar hafði ég svo sannarlega rangt fyrir mér. Sem betur fer byrjaði ég af rælni að fletta bókinni og komst að raun um hversu frábær hún er og hversu magnað það er að breytt mataræði og bætiefni geti haft svona öflug áhrif á að hreinsa líkamann og endurnýja frumur hans, sem ég sannfærðist um með því að fara sjálf á HREINT MATARÆÐI.

Salka forlag ákvað að gefa bókina út og ég tók að mér að þýða hluta hennar. Síðan bókin kom út hef ég haldið fimm stuðningsnámskeið fyrir þá sem vilja fara á HREINT MATARÆÐI og allir sem þau hafa sótt eru sammála um að án stuðnings, hefðu þau aldrei farið í gegnum allt ferlið. Það eru auðvitað fleiri en ég sem ekki trúa fyrirfram á að HREINT MATARÆÐI geri eitthvað sérstakt gagn, meðal annars einn þátttakandi á janúarnámskeiðinu. Hún sagði í lok þess: “Ég segi bara enn og aftur takk fyrir mig. Þetta fæði hefur bætt lífsgæði mín svooo mikið að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.”

Þeir sem hafa áhuga á að prófa HREINT MATARÆÐI geta átt von á að losna m.a. við ennis- og kinnholubólgur, exembletti, daglegan höfuðverk, fá aukna orku og kraft og “gleði í líkamann” eins og einn þátttakandinn sagði.

 

image_print
Deila áfram