DÁSAMLEGAR PÖNNUKÖKUR

Enn á ný er það Björg Helen Andrésdóttir sem töfrað hefur fram uppskrift fyrir okkur. Nú
er það uppskrift að dásamlegum pönnukökum, sem eru frábærar á páskaborðið eða með
páskabrönsinum – eða bara við hvaða tilefni sem er.


DÁSAMLEGAR PÖNNUKÖKUR

Það sem er svo dásamlegt við svokallaðar amerískar pönnukökur að það er hægt að bera þær fram við ýmis tilefni. Mér finnst þær t.d. ómissandi á Brunch-borðið eða að hafa þær sem eftirrétt með allskonar „tvisti“. Nú svo er líka hægt að borða þær eins og lummur með góðu áleggi.

Ég prófaði að nota kókoshveiti í þær í þetta sinn, en það er glúteinlaust. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það er gott. Nammi namm, verði ykkur að góðu.

DÁSAMLEGAR PÖNNUKÖKUR

Uppskriftin eru í um það bil 4.pönnukökur

INNIHALDSEFNI:

2 stór egg

30 gr kókoshveiti

½ tsk vínsteinslyftiduft

2-3 dropar „English Toffee“ stevia eða annað bragð (má sleppa)

Möndlumjólk eða mjólk

Salt eftir smekk

MEÐLÆTI:

Hindber frosin eða fersk

Agave Síróp dökkt, frá Himnesk hollusta

Sítróna

AÐFERÐ:

1 – Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman.

2 – Bætið við vökva eftir þörfum en deigið á vera eins og í amerískum pönnukökum, ekki of þykkt og ekki of þunnt.

3 – Steikið upp úr smjöri eða annarri fitu.

Mér finnst æðislegt að borða pönnukökurnar með því að kreista sítrónusafa yfir þær á móti dökku agave sírópi sem ég set yfir ásamt hindberjum og strái síðan yfir smávegis af kókosmjöli.

Gerið þær að ykkar og borðið þær með uppáhalds ávöxtunum ykkar, sírópi, rjóma eða öðru meðlæti.

Mynd: Björg Helen Andrésdóttir