BUG BAN ER NÁTTÚRULEG FLUGNAFÆLA

BUG BAN ER NÁTTÚRULEG FLUGNAFÆLA

Bug Ban flugnafæla - Guðrún Bergmann grein
BUG BAN

Ertu ekki til í náttúrulega flugnafælu í sumar? Flugnafælu sem heldur mýi og moskítóflugum í burtu, án þess að vera uppfull af sterkum og skaðlegum efnum, sem geta haft slæm áhrif  á líkama og húð. Rétta flugnafælan er komin á markað og heitir BUG BAN.

BUG BAN fæst bæði í litlum úðabrúsa, sem handhægt er að hafa með sér í tösku eða bakpoka. Brúsinn er hristur varlega og síðan er úðað útvortis á líkamann eftir þörfum. Eina sem þarf að passa sig á er að úða ekki of mikið.

Virku innihaldsefnin í BUG BAN eru blanda af ilmkjarnaolíunum Citronella, Lemongrass, Rosmany og Thyme. Citronella hefur oft verið notuð ein og sér sem moskítóvörn, auk þess sem henni er bætt í útkerti og ilmolíuker. Ég á sögu af því sem gerist þegar hún er ofnotuð.

CITRONELLA Í MACHU PICCHU

Ég hef farið sex ferðir sem fararstjóri á vegum Bændaferða til Perú. Í einni ferðinni gekk ég út að brúarstæði sem er utan í klettavegg þar, bakatil við rústirnar. Brúin, sem hnýtt var úr reipi eftir hefðbundinni aðferð Inkanna sem er við það að glatast því það eru bara íbúar í einum bæ sem kunna hana, er reyndar löngu horfin. Getgátur eru um að íbúar Machu Picchu hafi flúið úr borginni eftir henni og hoggið svo brúnna í sundur.

En hvað sem brúarmálum líður, þá er oft mikið af moskítóflugum í Machu Picchu, svo ég setti á úlnliði og ökkla og kannski háls líka, Citronella ilmkjarnaolíu áður en ég lagði af stað. Að öllum líkindum var það heldur of mikið…

Stígurinn að brúarstæðinu er hlykkjóttur og þegar ég nálgaðist eina beygju á honum, heyri ég á tal tveggja bandarískra kvenna, sem voru að koma á móti mér. Önnur þeirra sagði: „Finnurðu Citronella ilminn?“ Þá heyrði ég hina segja: „Já, það hljóta að vaxa Citronella plöntur hér, en ég sé þær hvergi.“

Ég varð því miður að segja þeim, þegar ég kom fyrir hornið, að þessi góði Citronella ilmur væri af mér.

BUG BAN ILMKJARNAOLÍA

Guðrún Bergmann grein
BUG BAN
ilmkjarnaolía

Það er líka til BUG BAN ilmkjarnaolíublanda sem setja má í úðatæki (rakatæki) utandyra. Þá má í mesta lagi setja 15 dropa af BUG BAN í 30 ml af vatni. Ekki er ráðlagt að nota þessa ilmkjarnaolíublöndu á húðina.

Með þessar tvær BUG BAN vörutegundir ættirðu að geta varið þig á skaðlausan hátt fyrir mýi og moskítóflugum í sumar. Bara að muna að taka þær með í ferðalagið, hvort sem er innan- eða utanlands. Gott er að geyma þær á svölum og dimmum stað.

Neytendaupplýsingar: Þú færð BUG BAN náttúrulega úðann gegn flugum og BUG BAN ilmkjarnaolíuna í úðatækið á pallinn eða svalirnar í Hverslun, Lynghálsi 13, þar sem opið er frá 12-17:00. BUG BAN fæst einnig í Apóteki Vesturlands, Apótekaranum, Rima Apóteki, Garðs Apóteki, Lyf og heilsu, Árbæjarapóteki, Fjarðarkaupum, Lyfjaveri og Apóteki Garðabæjar.

Vegna samstarfs míns við Hverslun geta þeir sem þetta lesa fengið 10% afslátt af þessum vörum þar, út á afsláttarkóðann GB19.

Mynd: CanStockPhoto / Bignai